Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 53
og hver önnur fjárverðmæti eða fjármunaréttindi eftir almennum reglum,
sem um erfðir slíkra réttinda gilda.
6. Rétthafar geta leitað til yfirvalda, ef þeir eru hindraðir í því að neyta réttar
síns, hvort heldur sem er vegna ráðstafana rfkisvaldsins sjálfs eða ofríkis
annarra aðila.
Þessi upptalning sýnir, að eftir gildistöku fiskveiðistjómunarlaganna og þar
með upptöku veiðiheimilda, er komin upp allt önnur lögfræðileg staða en áður
var í hinu eldra kerfi varðandi meðferð og nýtingu þeirrar auðlindar, sem fiski-
stofnamir á Islandsmiðum em.
6.6 Stenst fiskveiðistjórnunarkerfíð?
Þegar svo er komið málum, sem hér hefur verið rakið, er eðlilegt að menn
spyrji sig þeirrar spumingar, hvort það fái staðist að afhenda tiltölulega fáum
einstaklingum jafnverðmæt réttindi yfir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Því
er til að svara, að í lagalegum skilningi stenst þetta kerfi í aðalatriðum. Hvort
það hins vegar stenst siðferðilega og er að öllu leyti réttlátt, er fyrst og fremst
háð siðferðilegu og pólitísku mati, ekki lögfræðilegu.
í þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að við setningu fiskveiðistjómunar-
laganna árið 1990 var það pólitískt mat löggjafans, að því aðeins væri hægt að
ná fram aukinni hagkvæmni í fiskiskipaflotanum, að hægt væri að færa afla-
heimildir varanlega milli fiskiskipa. Með því móti einu gætu menn hagrætt og
dregið úr sóknarkostnaði við veiðar. í þessu sambandi skal vitnað til orða þá-
verandi sjávarútvegsráðherra, er hann mælti fyrir fmmvarpi til fiskveiðistjóm-
unarlaganna. Hann sagði m.a. svo:
Á þann eina hátt gefst aflamönnum kostur á að njóta sín, því að sjálfsögðu munu
aflaheimildir leita til þeirra í framtíðinni, sem aflanum ná með minnstum tilkostnaði.
Það er jafnframt eina leiðin til að sameina aflaheimildir skipa, að fækka fiskiskipum
og minnka þar með afkastagetu flotans. Framseljanlegar veiðiheimildir eru því
grundvallaratriði í þessum tillögum um fiskveiðistjóm. Þær em sá aflvaki, sem stuðl-
ar að aðlögum fiskiskipastólsins að afrakstursgetu fiskistofnanna. Þannig eru lögmál
markaðskerfisins nýtt til að auka hagkvæmni veiðanna. Nauðsynlegt er þó að menn
geri sér ljóst frá upphafi, að í fyrstu munu þessum framsalsheimildum fylgja vanda-
mál.21
Segja má, að í þessum ummælum sjávarútvegsráðherra hafi að hluta til kom-
ið fram hin pólitíska réttlæting eða forsenda kerfisins, sem síðan endurspeglast
í ákvörðun Alþingis eins og hún birtist í lögunum sjálfum. Með því fyrirkomu-
lagi um stjóm fiskveiða, sem lög nr. 38/1980 bjóða, hefur Alþingi væntanlega
talið sig vera að vemda almannahagsmuni eða almannaheill, og samkvæmt
21 Alþt. 1989-1990, Umræður, d. 3815-3816.
47