Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 41
Framkvæmd réttinda og skyldna innan efnahagslögsögunnar skal vera sam- kvæmt sérstökum lögum og í samræmi við milliríkjasamninga, sem ísland er aðili að, og er sú skipan mála, sem hér var lýst samkvæmt lögum nr. 41/1979, í samræmi við 57. gr. hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Landgrunn Islands nær til hafsbotnsins og neðansjávarsvæða utan landhelgi, sem eru framlenging landsvæðisins, allt að ytri mörkum landgrunnssvæðisins, þó að 200 sjómílna fjarlægð frá grunnlínum landhelginnar, þar sem ytri mörk landgrunnssvæðisins ná ekki þeirri fjarlægð, sbr. 5. gr. laga nr. 41/1979. Full- veldisréttur Islands tekur samkvæmt 6. gr. til rannsókna og hagnýtingar á ólíf- rænum auðlindum, sem þar eru, svo og á lífverum sem á nýtingarstigi eru annað hvort hreyfingarlausar á hafsbotni eða í honum eða geta ekki hreyft sig án snert- ingar við hafsbotninn. í 1. gr. laga nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafs- botnsins er því lýst, að íslenska ríkið sé eigandi allra auðlinda á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga, svo langt til hafs sem fullveldisréttur íslands nær. Með 1. gr. laga nr. 44/1948 um vísindalega vemdun landgrunnsins var svo ákveðið, að sjávarútvegsráðuneytið skyldi ákvarða takmörk verndarsvæða inn- an endimarka landgmnnsins, þar sem allar veiðar skyldu háðar íslenskum regl- um og eftirliti. Með útgáfu reglugerðar nr. 46/1950 um vemdun fiskimiða fyrir Norðurlandi og reglugerð nr. 21/1952 um vemdun fiskimiða umhverfis Island var markalín- an dregin 4 sjómílur frá tilteknum gmnnlínupunktum. Með reglugerð m. 70/1958 um fiskveiðilandhelgi Islands var landhelgin færð út í 12 sjómflur frá sömu grunnlínupunktum. Með reglugerð nr. 189/1972 var landhelgin færð í 50 sjómílur frá tilteknum gmnnlínupunktum og með reglugerð nr. 299/1975 var hún færð út í 200 sjó- mflur. 3.3 Almenningar Menn hefur greint á um það, hvar almenningar em hér á landi og hvernig eignarrétti að þeim er háttað, en í sjálfu sér er ekki ágreiningur um, að þeir geti verið til, enda gerir löggjöf ótvírætt ráð fyrir tilvist þeirra og hefur lengi gert. Em menn og almennt sammála um, að almenningar séu landsvæði, sem enginn getur talið til einstaklingsbundins eignarréttar yfir, þótt ekki sé útilokað, að menn kunni að eiga þar ákveðin og afmörkuð réttindi. I síðari tíma löggjöf og fræðiviðhorfum hefur helst verið við það miðað, að almenningar séu tiltekin svæði á þurrlendi og á hafsvæðum úti fyrir ströndum landsins og auk þess sérstakur hluti stöðuvatna, þ.e. svæði utan netlaga. Hafa þessi svæði verið nefnd almenningar frá fomu fari. Almenningar hafa samkvæmt þessu bæði verið til inni á óbyggðum og út við hafið, þ.e. almenningar hið efra og hið ytra. I bæði Grágás og Jónsbók var að finna ákvæði um almenninga. Við lögtöku Jónsbókar 1281 varð ekki breyting á meginreglunni um almenninga, sbr. þau orð 52. kaptítula Landsleigubálks: Svo 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.