Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 41
Framkvæmd réttinda og skyldna innan efnahagslögsögunnar skal vera sam- kvæmt sérstökum lögum og í samræmi við milliríkjasamninga, sem ísland er aðili að, og er sú skipan mála, sem hér var lýst samkvæmt lögum nr. 41/1979, í samræmi við 57. gr. hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Landgrunn Islands nær til hafsbotnsins og neðansjávarsvæða utan landhelgi, sem eru framlenging landsvæðisins, allt að ytri mörkum landgrunnssvæðisins, þó að 200 sjómílna fjarlægð frá grunnlínum landhelginnar, þar sem ytri mörk landgrunnssvæðisins ná ekki þeirri fjarlægð, sbr. 5. gr. laga nr. 41/1979. Full- veldisréttur Islands tekur samkvæmt 6. gr. til rannsókna og hagnýtingar á ólíf- rænum auðlindum, sem þar eru, svo og á lífverum sem á nýtingarstigi eru annað hvort hreyfingarlausar á hafsbotni eða í honum eða geta ekki hreyft sig án snert- ingar við hafsbotninn. í 1. gr. laga nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafs- botnsins er því lýst, að íslenska ríkið sé eigandi allra auðlinda á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga, svo langt til hafs sem fullveldisréttur íslands nær. Með 1. gr. laga nr. 44/1948 um vísindalega vemdun landgrunnsins var svo ákveðið, að sjávarútvegsráðuneytið skyldi ákvarða takmörk verndarsvæða inn- an endimarka landgmnnsins, þar sem allar veiðar skyldu háðar íslenskum regl- um og eftirliti. Með útgáfu reglugerðar nr. 46/1950 um vemdun fiskimiða fyrir Norðurlandi og reglugerð nr. 21/1952 um vemdun fiskimiða umhverfis Island var markalín- an dregin 4 sjómílur frá tilteknum gmnnlínupunktum. Með reglugerð m. 70/1958 um fiskveiðilandhelgi Islands var landhelgin færð út í 12 sjómflur frá sömu grunnlínupunktum. Með reglugerð nr. 189/1972 var landhelgin færð í 50 sjómílur frá tilteknum gmnnlínupunktum og með reglugerð nr. 299/1975 var hún færð út í 200 sjó- mflur. 3.3 Almenningar Menn hefur greint á um það, hvar almenningar em hér á landi og hvernig eignarrétti að þeim er háttað, en í sjálfu sér er ekki ágreiningur um, að þeir geti verið til, enda gerir löggjöf ótvírætt ráð fyrir tilvist þeirra og hefur lengi gert. Em menn og almennt sammála um, að almenningar séu landsvæði, sem enginn getur talið til einstaklingsbundins eignarréttar yfir, þótt ekki sé útilokað, að menn kunni að eiga þar ákveðin og afmörkuð réttindi. I síðari tíma löggjöf og fræðiviðhorfum hefur helst verið við það miðað, að almenningar séu tiltekin svæði á þurrlendi og á hafsvæðum úti fyrir ströndum landsins og auk þess sérstakur hluti stöðuvatna, þ.e. svæði utan netlaga. Hafa þessi svæði verið nefnd almenningar frá fomu fari. Almenningar hafa samkvæmt þessu bæði verið til inni á óbyggðum og út við hafið, þ.e. almenningar hið efra og hið ytra. I bæði Grágás og Jónsbók var að finna ákvæði um almenninga. Við lögtöku Jónsbókar 1281 varð ekki breyting á meginreglunni um almenninga, sbr. þau orð 52. kaptítula Landsleigubálks: Svo 35

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.