Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 31
í álitsgerð kærunefndar jafnréttismála15 segir að það sé meginregla vinnurétt- ar að atvinnurekandi geti sagt starfsmanni upp starfi án þess að réttlæta eða rök- styðja uppsögnina. Þessi meginrelga sæti að lögum ýmsum undantekningum m.a. sé óheimilt að segja bamshafandi konu upp starfi nema gildar ástæður séu fyrir hendi og samkv. 2. mgr. 6. gr. jafnréttislaga skuli atvinnurekandi sýna kærunefnd fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi búið að baki ákvörðun hans. Þá segir í álitsgerðinni að öldungis sé ljóst að forsvarsmönnum fyrirtækisins hafi verið kunn bág fjárhagsstaða þess í mörg ár og rekstrarerfiðleikar þess sumarið 1993 alls ekki verið nýir af nálinni. Því verði ekki á móti mælt að það kunni að vera fjárhagslega óhagkvæmt og þungur baggi fyrir atvinnurekanda í kröggum að þurfa að greiða konu fæðingarorlof. Hreinar hagkvæmnisástæður geti mælt með því að slíkum starfsmanni sé sagt upp í spamaðarskyni. Lögin um fæðingarorlof og ákvæði jafnréttislaga vemdi konu við slíkar aðstæður. Ella væri réttarstaða hennar mjög veik og berskjölduð. Þá sé oft hægurinn að búa uppsögn í annan búning og réttlæta hana og rökstyðja einvörðungu með erfið- leikum í rekstri þótt hin raunverulega ástæða sé þungunin og fæðingarorlofið, annað hvort alfarið eða öðmm þræði. Vegna þessa hafi ofangreind lög að geyma þá meginreglu að uppsögn þung- aðrar konu sé óheimil. Frá þessari meginreglu sé sú undantekning gerð, að við mjög sérstök atvik geti atvinnurekanda verið heimilt að segja upp þungaðri konu og þurfi þá ástæður að vera brýnar. Þessa undantekningarreglu beri í sam- ræmi við tilgang laganna og almenn lögskýringargögn að túlka þröngt. Til að slá enn frekari skjaldborg um þennan rétt konu mæli lögin svo fyrir að atvinnu- rekandi beri sönnunarbyrðina fyrir því að undantekningin um uppsagnarrétt hans eigi við. Verði að gera strangar kröfur til sönnunar í því efni. Fyrirtækið hafi átt í rekstarerfiðleikum í mörg ár og verði ekki séð að neinar slíkar breytingar hafi orðið á þeim tíma sem hér skipti máli að þær geti talist sérstakar ástæður er þurfi að vera fyrir hendi til að uppsögn þungaðrar konu sé réttlætanleg. Þvert á móti megi telja líklegt vegna tímasetninga og annars sem fram hafi komið í málinu, að ákvörðunin um uppsögnina hafi verið tekin í ljósi þungunarinnar og fyrirhugaðs fæðingarorlofs. Rekstrarlega séð kunni það að hafa verið skynsamlegt og eðlilegt en slíkar hagkvæmnisástæður dugi ekki sem sérstakar ástæður í skilningi laganna. Nefndin taldi því uppsögnina vera brot bæði á 4. tl. 6. gr. jafnréttislaga og 7. gr. 1. nr. 57/1987 um fæðingarorlof og beindi tilmælum til fyrirtækisins um úr- bætur. Ekki fannst lausn á málinu og fór það fyrir dómstóla. I dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir m.a. að ekki verði séð að fyrir- huguð taka stefnanda á fæðingarorlofi hafi skipt sköpum varðandi rekstraraf- komu fyrirtækisins og að ekki séu að mati dómsins fyrir hendi þær gildu ástæð- ur er um geti í 7. gr. laga um fæðingarorlof. Með vísan til þessa féllst dómurinn 15 Kærunefnd jafnréttismála: Álitsgerð í máli nr. 8/1993. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.