Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 17
tryggja framgang sérhvers ákvæðis samningsins, sbr. 2. gr. hans, og að þeim
réttindum sem samningurinn kveður á um skuli aðildarríkin framfylgja gagn-
vart öllum óháð kynþætti, litarhætti, kynferði eða öðru. Aðildarríkin taka á sig
þá skyldu að virða ákvæði samningsins og beita öllum tiltækum ráðum, þ.m.t.
lagasetningu, til að tryggja að þau réttindi sem samningurinn kveður á um kom-
ist til framkvæmda.
13. gr. samningsins er jafnframt ákvæði um að aðildarríkin ábyrgist jöfn rétt-
indi til handa körlum og konum til þess að njóta þeirra efnahagslegu, félagslegu
og menningarlegu réttinda sem sett eru fram í samningnum. í 7. gr. er ákvæði
um jafnan rétt kvenna og karla til starfsskilyrða og til jafns kaups fyrir jafna
vinnu. Um hjúskap og sérstaka vemd mæðra er fjallað í 10. gr.
Samkvæmt samningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi taka að-
ildarríkin á sig þá skyldu að virða og ábyrgjast öllum einstaklingum innan land-
svæðis síns þau réttindi sem viðurkennd em í samningnum án nokkurrar mis-
mununar svo sem vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis eða annarra aðstæðna.
Jafn réttur kvenna og karla er ítrekaður í 3. gr. samningsins en samkvæmt henni
takast aðildarríkin á hendur að ábyrgjast jöfn réttindi kvenna og karla til að
njóta þeirra borgaralegu og stjómmálalegu réttinda sem samningurinn kveður á
um og í 23. gr. samningsins er ákvæði um jafnan rétt kynjanna til stofnunar hjú-
skapar, á meðan hjúskapur varir og við slit á hjúskap.
En mannréttindi kvenna em ekki aðeins staðfest í stofnyfirlýsingu Samein-
uðu þjóðanna, alþjóðasamningum og samþykktum á vegum samtakanna. Mál-
efni kvenna hafa alla tíð skipað sess í starfi samtakanna, þó ef til vill aldrei eins
stóran og á síðustu 25 til 30 árum. A árinu 1967 samþykkti allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna yfirlýsingu um afnám allrar mismununar gagnvart konum.
Yfirlýsingin er mjög ítarleg og hefur væntanlega lagt gmnninn að þeim sérstaka
samningi Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um mannréttindi kvenna, CEDAW
samningnum eða kvennasamningnum eins og hann hefur verið nefndur.
Með fullgildingu mannréttindasáttmála taka aðildarríkin á sig þá skyldu að
virða þau réttindi sem í samningnum felast og tryggja að þeir einstaklingar sem
eru innan lögsögu ríkisins fái notið þeirra réttinda sem í samningnum greinir.
Mannréttindayfirlýsing S.þ. og ákvæði í alþjóðasamningnum um efnahagsleg,
félagsleg og menningarleg réttindi og um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi
þess efnis að réttindin skuli tryggð öllum óháð kynferði byggir á því sjónarmiði
að konur og karlar skuli njóta jafnréttis í hvívetna, að konur skuli vera eins sett-
ar og karlar. Bæði kynin skulu því bera sömu ábyrgð og skyldur og njóta þar
með sömu réttinda. Ákvæði þessara mannréttindsamninga byggja á hinu form-
lega jafnrétti kynja. Fræðimenn hafa gagnrýnt að samningamir gefi enga mögu-
leika á að skoða sérstöðu kvenna en staðreyndir sýna að aðstæður þeirra eru
aðrar en karla. Sérstök ákvæði er taka mið af raunverulegri stöðu þeirra séu því
nauðsynleg til að tryggja þeim sömu mannréttindi og körlum. Aðrir fræðimenn
benda á nauðsyn þess að túlka hina hefðbundnu mannréttindasamninga þannig
að mið sé tekið af þeirri staðreynd að hefðir, venjur og viðhorf samfélags vinni
11