Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 27
laginu og fjölskyldunni til að jafna stöðu kynjanna. Allt eru þetta ágætar leið- beiningar fyrir þau sem fást við lagatúlkun á þessu sviði. I 1. gr. samningsins er hugtakið mismunun gagnvart konum skilgreint eins og fram kemur hér að framan og hlýtur sú skilgreining að vera grundvallaratriði við túlkun samningsins. I 2. gr. samningsins segir að ríkin skuli koma á laga- vemd á réttindum kvenna á gmndvelli jafnréttis við karla og tryggja fyrir lög- bæram dómstólum landsins og hjá öðmm opinberum stofnunum raunverulega vemd til handa konum gegn hvers konar misrétti. Þessi grein er afar mikilvæg þegar fjallað er um lagatúlkun. Hún leggur þær skyldur á dómstóla og stjóm- sýsluhafa í úrskurðum sínum að veita konum, ekki aðeins formlega vemd, held- ur raunverulega vemd gegn misrétti. Þetta þýðir m.a. að dómarar og aðrir úr- skurðaraðilar geta ekki látið sér nægja að horfa til þess hvort lagatexti út af fyrir sig mismuni kynjunum heldur verður að horfa á raunveruleg áhrif laganna, þ.e.a.s. hvort lögin í reynd mismuni kynjunum eða skerði að öðru leyti réttindi kvenna samkvæmt samningnum. Við það mat er margt sem nauðsynlegt er að hafa í huga. I fyrsta lagi verður að horfa til þess að lengst af hefur rétturinn verið mótaður af körlum með karla í huga. Þeir sem sett hafa lögin og síðan túlkað þau í áranna rás hafa fyrst og fremst verið karlar. Þeirra afstaða hlýtur að mörgu leyti að ráðast af þeirri reynslu og þeim viðhorfum sem þeir hafa aflað sér í lífinu sem karlar en sú reynsla hefur lengst af verið önnur en kvenna. Við lifum í samfélagi þar sem konur og karlar af ýmsum orsökum hafa farið mismunandi leiðir í lífinu. Af því leiðir að lífsskilyrði kynjanna eru mismunandi svo og þarfimar og möguleikamir. Því snerta lög og réttur konur og karla oft á tíðum með mismunandi hætti. Þess vegna er ekki nægjanlegt þegar túlka á réttinn að túlka lagabókstafinn eingöngu með hefðbundnum lögskýringaraðferðum. Nauðsynlegt er að dómstólar og aðrir úrskurðaraðilar hafi innsýn í áhrif laga og þar með túlkunar á þá einstaklinga sem hlut eiga að máli hverju sinni. Þetta þýðir m.a. að vitneskja um raunvemlegt líf kvenna er nauðsynleg forsenda þess að lög verði túlkuð þannig að réttindi kvenna séu virt samkvæmt samningnum. Að baki sérhverri lagasetningu og sérhverri lagatúlkun liggur mat, verð- mætamat þeirra sem lögin setja og þeirra sem þau túlka. Engin ástæða er til þess að ætla að dómarar eða aðrir þeir sem við lögin fást mismuni kynjunum vísvit- andi í túlkunum sínum. En séu þeir ekki meðvitaðir um mismunandi áhrif laga og lagatúlkunar á hina ýmsu hópa er hætt við að jafnrétti fyrir lögum verði ekki í reynd. Til gamans má nefna frægt orðatiltæki úr frönskum rétti sem sýnir vel afstæði hugtaksins „jafnræði fyrir lögum“: „í Frakklandi era allir jafnir fyrir lögunum, þannig gilda lögin um bann við því að sofa undir brúm jafnt fyrir ríka og fátæka!“. 4.6 Kvennasamningurinn og íslenskur réttur Ekki hefur mikið reynt á kvennasamninginn í íslenskum rétti. I þeim dóms- málum hér á landi sem fjallað hafa um jafnrétti kynjanna verður ekki séð að kvennasamningurinn hafi verið til umfjöllunar og svo virðist sem dómarar og 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.