Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 43
henni, en fjara merkir í þessu sambandi svæðið milli stórstraumsflóðmáls og stórstraumsfjörumáls. Meiri ágreiningur hefur hins vegar verið um það í ís- lenskri lögfræði, hvort netlög í sjó séu háð sömu eignarráðum fasteignareiganda og landið fyrir ofan, eða hvort landeigendum séu aðeins veittar tilteknar og af- markaðar hagnýtingarheimildir í þeim.8 3.5 Nýlegur dómur um veiði sjávarfiska í netlögum Eins og áður er fram komið eru netlög í síðari tíma löggjöf þannig mörkuð, að þau nái 60 faðma frá stórstraumsfjörumáli, sbr. 3. gr. tilskipunar um veiðar á íslandi frá 20. júní 1849, og 2. gr. laga nr. 39/1914 um beitutekju, eða 115 metra frá stórstraumsfjörumáli, sbr. áður 4. gr. laga nr. 33/1966 um fuglaveiðar og fuglafriðun og nú 1. gr. laga nr. 64/1994 um veiðar villtra dýra. í Grágás og Jónsbók miðuðust netlagamörk hins vegar við dýpt, sbr. 61. kapítula Lands- leigubálks Jónsbókar, 2. kapítuli rekabálks, þar sem ræðir um viðreka og veiði fyrir utan netlög, en þar segir: En það eru netlög utast er selnet stendur grunn 20 möskva djúpt að fjöru og koma þáflár upp úr sjá . . . Hér miðast netlaga- mörkin við ákveðna dýpt, þ.e. 20 möskva djúpt selnet. Óvíst er, hver sú dýpt er nákvæmlega, en hún getur varla verið mikið meira en 2,9 metrar.9 I dómi Hæstaréttar Islands í málinu nr. 179/1996: Ákæruvaldið gegn Eiríki Helgasyni, sem upp var kveðinn 19. september 1996, sbr. H 1996 2518, var maður einn ákærður fyrir að leggja grásleppunet sín innan 60 faðma frá stór- straumsfjörumáli tiltekinnar eyjar á Breiðafirði og þar með í netlögum eyjar- innar. Taldi ákæruvaldið, að innan netlaganna ætti landeigandi einn rétt til allrar veiði og þar með talda veiði sjávarfiska. Yrði sá réttur leiddur af 3. gr. veiðitil- skipunarinar frá 1849 og síðari tíma löggjöf. Með veiðum sínum innan þeirra marka hefði ákærði unnið til refsingar samkvæmt 11. gr. tilskipunarinnar, sbr. lögnr. 116/1990. I dómi Hæstaréttar sagði m.a., að af fomlögum yrði ekki ráðið, að netlög í sjó hafi verið talin háð sömu eignarráðum fasteignareiganda og landið fyrir of- an. Með síðari tíma löggjöf hafi eigendum fasteigna ekki heldur verið veittar allar sömu eignarheimildir yfir netlögum í sjó, sem þeir njóta yfir fasteignum, er að þeim liggja. Með veiðitilskipuninni 1849 hafi verið tekin upp ný afmörk- un netlaga á þann veg, að þau skyldu miðast við ákveðna fjarlægð frá stór- straumsfjörumáli. Innan þeirra, svo markaðra, skyldi fasteignareigandi einn eiga tilteknar heimildir, sbr. 1. gr. tilskipunarinnar. Með löggjöf eftir það hafi fasteignareigendum ekki með ótvíræðum hætti verið veittur einkaréttur til veiði sjávarfiska í netlögum, sem miðist við fjarlægð frá stórstraumsfjörumáli. 8 Sjá nánar um það efni Tryggvi Gunnarsson: „Landamerki fasteigna". Afmælisrit. Gaukur Jör- undsson sextugur. Reykjavík 1994, bls. 515-535, og Þorgeir Örlygsson: „Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum", sama rit, bls. 553-558, og þau rit og ritgerðir, sem þar er vísað til. 9 Sjá nánar Þorgeir Örlygsson: „Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum", bls. 553-554 og þau rit, sem þar er vitnað til. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.