Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 19
Kvennasamningurinn er því viðbót við aðra samninga Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, tilkominn vegna þess að enn og þrátt fyrir þá samninga eru konur misrétti beittar. Hugtakið mismunun gagnvart konum er skilgreint í 1. gr. samningsins en það hugtak er ekki skilgreint í innlendri löggjöf. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem hugtakið er skilgreint í alþjóðasamningi8 og er því mikilvægt íslenskum stjóm- völdum og dómstólum. 1. gr. hljóðar svo: I samningi þessum merkir „mismunun gagnvart konum“ hvers kyns aðgreiningu, útilokun eða takmörkun sem byggð er á kynferði sem hefur þau áhrif eða markmið að hindra eða koma í veg fyrir að konur, óháð hjúskaparstöðu, á grundvelli jafnréttis karla og kvenna, fái viðurkennd, geti notið eða framfylgt mannréttindum og grund- vallarfrelsi á sviði stjómmála, efnahagsmála, félagsmála, menningarmála, borgara- legra mála eða á sérhverju öðru sviði. Þessi skilgreining felur í fyrsta lagi í sér þá skyldu aðildarríkja að sjá til þess að konur á gmndvelli kynferðis síns sæti ekki þeirri aðgreiningu, útilokun eða takmörkun sem kemur í veg fyrir að þær fái notið jafnréttis á við karla. í öðm lagi er óheimilt að láta hjúskaparstöðu konu hafa áhrif á réttindi hennar og skyldur og í þriðja lagi taka aðildarríkin á sig þá skyldu að tryggja fulla þróun í ríkjum sínum sem nauðsynleg er svo að konur geti notið raunvemlegs jafn- réttis á við karla. Þessi skylda er síðan ítrekuð í 3. gr. samningsins. Breytingar á lögum og reglum samfélags til að tryggja formlegt jafnrétti kynja eru því ekki nægilegar. Raunvemlegt jafnrétti kvenna og karla er markmið samningsins. í því skyni taka aðildarríkin á sig að gera allar viðeigandi ráðstafanir á öllum sviðum samfélagsins til að tryggja fulla þróun og framfarir til handa konum svo að þær geti notið raunvemlegs jafnréttis á við karla og þar með notið mann- réttinda sinna. Skilgreiningin á hugtakinu „mismunurí* í 1. gr. tekur ekki til til- vika þegar hlutlaust ákvæði, hvort heldur er lagaákvæði, regla eða framkvæmd, kemur hlutfallslega verr við annað kynið og leiðir til þess að það kyn fái al- mennt ekki notið þeirra réttinda sem lagaákvæðið, reglan eða framkvæmdin tekur til. Ef tilgangur ákvæðisins, viðmiðsins eða framkvæmdarinnar er ekki réttlætt á hlutlægan hátt og markmiðið telst ekki viðeigandi og nauðsynlegt, þá er um óbeina mismunun að ræða. Óbein mismunun hefur verið mikið til um- fjöllunar og skoðunar innan Evrópusambandsins. Nefna má að hjá Evrópu- dómstólnum í Lúxemborg hafa gengið nokkrir dómar þar sem viðurkennt er að óbein mismunun gagnvart konum er ólögmæt.9 8 The United Nations and the Advancement of Women. UN 1995. 9 í tillögu að tilskipun sem til umfjöllunar er innan ESB er lagt til að hugtakið verði skilgreint svo að óbein mismunun teljist vera til staðar þegar hlutlaust ákvæði, viðmið eða framkvæmd kemur hlutfallslega verr við annað kynið, einkum að því er varðar hjúskapar- og fjölskyldustöðu, svo fremi sem tilgangur ákvæðisins, viðmiðsins eða framkvæmdar er réttlætt á hlutlægan hátt og mark- miðið er viðeigandi og nauðsynlegt. Sjá Com 96/340 final. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.