Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 61
með löglegri heimild, ef til vill um langan tíma, og á efnahagslegt öryggi sitt undir, hefur fjárhagslegt gildi fyrir viðkomandi. Af fræðiskoðunum, einstökum lagafyrirmælum og dómsúrlausnum má draga þá ályktun, að slík atvinnuréttindi njóti stjómarskrárvemdar, þótt jafnframt sé viðurkennt, að sú vemd sé takmarkaðri en vemd hefðbundinna eignarréttinda. Er í því sambandi viðurkennt, að löggjafinn hafi rúma heimild til að banna eða takmarka starfsemi, sem telst skaðleg eða óæskileg, og heimild til að fela ríkinu að taka í sínar hendur atvinnugreinar, þar sem hætta er á misnotkun og mæla fyrir um skipulag í atvinnulífi til að tryggja gæði, auka öryggi, friða auðlindir og vernda umhverfi, jafnvel þótt það kunni að raska atvinnuréttindum manna. Dæmi um rúma heimild löggjafans til þess að banna bótalaust atvinnu- starfsemi em lög þau, sem á sínum tíma bönnuðu minkaeldi hér á landi, sbr. H 1964 573 (sundmarðardómur). Lög nr. 11/1951 um breytingu á lögum nr. 112/1947 um loðdýrarækt lýstu minkaeldi óheimilt hér á landi eftir nánari reglum. Arið 1947 hafði maður einn látið teikna og reisa minkahús, og hélt hann þar áfram rekstri minkabús, sem hann hafði haft allt frá árinu 1939, en fullnýtti þó hvergi húsið. í samræmi við ákvæði áðurgreindra laga lagði hann búið niður í árslok 1954 og höfðaði eftir það mál á hendur ríkinu til heimtu bóta, m.a. fyrir atvinnuspjöll. Bæði hérðasdómur og Hæstiréttur komust að þeirri niðurstöðu, að bæta bæri minkahús, búr og tæki, en kröfunni um bætur fyrir atvinnuspjöll var hafnað á báðum dómstigum. Rök fyrir því að hafna kröfunni um bætur fyrir atvinnuspjöll voru hins vegar ólík á hinum tveimur dómstigum. Loðdýrabóndinn hafði ekki fengið sérstakt leyfi eða löggildingu til minkaeldis eins og lög um loðdýrarækt þó gerðu ráð fyrir, en af hálfu ríkisins var ekki á því byggt, að ekki hefði verið farið eftir lögunum. Héraðsdómur taldi, að ekki lægju fyrir sér- stök atvinnuréttindi, sem talin yrðu eign, og yrðu því ekki dæmdar bætur fyrir missi hagsvonar á grundvelli 67. gr. stjómarskrárinnar. Rökstuðningur Hæstaréttar var hins vegar annar. Þar segir, að minkaeldi hafi verið bannað vegna þeirrar hættu og spjalla, sem minkar, er úr haldi sleppa, valdi, og séu að svo vöxnu máli ekki efni til að bæta umrædd atvinnuspjöll. Héraðsdómur í máli þessu hafnar því út af fyrir sig ekki, að atvinnuréttindi geti notið vemdar eignamámsákvæðis stjómarskrárinnar, en sýnist takmarka hana við þau atvinnuréttindi, sem byggjast á sérstöku leyfi eða löggildingu stjómvalda. Hæstiréttur virðist hins vegar leggja aðaláhersluna á það, að bóta- skylda sé ekki fyrir hendi vegna ástæðna og tilgangs atvinnuskerðingarinnar. Á það hefur verið bent, að ætla megi, að með því sé gefið í skyn, að um atvinnu- réttindi sé að ræða, sem geti notið vemdar eignamámsákvæðis stjómarskrárinn- ar, og bendi það til þeirrar skoðunar, að atvinnuréttindi almennt geti talist eign í skilningi þess ákvæðis.27 27 Sjá nánar Gaukur Jörundsson: „Stjómskipuleg vemd aflahæfis, atvinnuréttinda og atvinnu- frelsis", bls. 183. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.