Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 49
þola bótalaust. Er að því leytinu til reginmunur á réttarvemd þeirri, sem 72. og 75. gr. stjómarskrárinnar veita. í 72. gr. stjómarskrárinnar segir: Eignarréttur- inn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta afhendi eign sína, nema almenn- ingsþörf krefji. Þarftil þess lagafyrirmœli og komifullt verðfyrir. 5.4 Samanburður við önnur svið Varðandi heimildir löggjafans til þess að kveða á um meðferð og nýtingu fiskistofnanna, er mikilvægt að hafa í huga, að setning laga nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða er ekkert einsdæmi í íslenskri löggjafarsögu um ráðstöfun lög- gjafans á eigendalausum svæðum og verðmætum, sem þeim tilheyra. I H 1981 182 var því hafnað, að vatnsbotn Mývatns utan netlaga einstakra jarða, þ.e. í al- menningi vatnsins, væri eign íslenska ríkisins í skilningi einkaréttar. Hins vegar var tekið fram í dóminum, að handhafar ríkisvalds, sem til þess væm bærir, gætu í skjóli valdheimilda sinna ráðið meðferð og nýtingu botns Mývatns og botnsverðmæta utan netlaga. Og hvað hafa handhafar ríkisvaldsins gert með þennan almenning og þau botnsverðmæti, sem þar er að finna? Þeir hafa með lögum heimilað ríkisstjóm- inni að beita sér fyrir stofnun hlutafélags, er reisi og reki verksmiðju við Mý- vatn til þess að vinna markaðshæfan kísilgúr úr botnleðju vatnsins. I því skyni er ríkisstjóminni heimilt eins og segir í 1. gr. laga nr. 80/1966 „... að selja verk- smiðjunni hráefni úr kísilgúmámunni í Mývatni utan netlaga eða leigja hlutafé- laginu afnot hennar“. Þessi lagasetning er athyglisverð um tvennt. Hún sýnir í fyrsta lagi, að ríkis- valdið telur sig bært til þess að láta tilteknum aðilum í té aðstöðu til að hagnýta tiltekinn almenning, þótt ríkið sé ekki eigandi þess landsvæðis, þar sem al- menninginn er að finna. í öðru lagi sýnir þessi löggjöf, að ríkisvaldið telur sér heimilt að taka gjald fyrir leigu eða sölu hráefnis úr náttúruauðlind í almenn- ingi, þótt ríkið sé hvorki eigandi landsvæðisins né heldur náttúmauðlindarinnar sem slíkrar í einkaréttarlegum skilningi. Hér má færa fram þau rök, að í þessum efnum komi ríkisvaldið fram sem vörslumaður þeirra hagsmuna og heimilda, sem íslenskir ríkisborgarar njóta í almenningum og sé með lagasetningunni að reyna að tryggja, að tekjur af sölu eða leigu hráefnis úr auðlindinni komi þjóð- arheildinni til góða.17 Annað dæmi af svipuðum toga má nefna, án þess þó að reifað sé í löngu máli, en það varðar réttarstöðu Landmannaafréttar, sem er eigendalaust svæði. Með dómi Hæstaréttar í H 1981 1584 var eignatilkalli íslenska ríkisins yfir af- réttarsvæðinu hafnað, en tekið fram, að handhafar ríkisvalds, sem til þess væru bærir, gætu í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu land- svæðisins. Það hefur löggjafarvaldið gert, m.a. með setningu laga um virkj- unarheimildir Landsvirkjunar á þessu svæði. Því eru þessi tvö dæmi nefnd hér 17 Sjá nánar um þetta efni Þorgeir Örlygsson: „Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum", bls. 602-603. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.