Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 20
í kvennasamningnum er ekki ákvæði um óbeina mismunun og skilgreining 1. gr. tekur ekki til þeirra tilvika ef mið er tekið af þeini skilgreiningu sem lögð er til innan Evrópusambandsins.10 Samkvæmt henni nægir að hlutlaust viðmið, regla eða framkvæmd komi verr hlutfallslega við annað kynið. Hugtakið mis- munun eins og það er skilgreint í kvennasamningnum byggir á að konur séu úti- lokaðar eða beittar takmörkunum vegna kynferðis síns. Hins vegar má færa fyrir því rök að ákvæði 3. gr. samningsins sem fjallar um þá skyldu stjómvalda að tryggja fulla þróun og framfarir svo að konur geti í reynd notið mannréttinda, taki til óbeinnar mismununar. Dæmi um óbeina mismunun er þegar t.d. skilyrði fyrir starfi eða námssamningi leiðir til þess að konur geta almennt ekki uppfyllt það. Þannig leiðir krafan um að umsækjendur um starf skuli vera 175 cm eða hærri til þess að mun færri konur en karlar uppfylla það skilyrði og er því óbein mismunun gagnvart konum. 4.2 Ákvæði samningsins í 6. til 16. gr. samningsins eru hin efnislegu réttindi tilgreind sem aðilar að samningnum ábyrgjast að tryggja konum með öllum tiltækum ráðum. Ákvæði er um vændi og verslun með konur, sbr. 6. gr. I 7. gr. kvennasamningsins er fjallað um þá skyldu aðildarríkjanna að gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum á stjómmálavettvangi og ábyrgjast sér- staklega að tryggja konum jafnan rétt á við karla til þess m.a. að kjósa í öllum kosningum og vera kjörgengar til allra starfa og taka þátt í mótun og fram- kvæmd opinberrar stjómarstefnu. Rætt hefur verið um nauðsyn breytinga á íslenskri kosningalöggjöf og kjördæmaskipan, ekki síst vegna misvægis at- kvæða eftir kjördæmum. Mikilvægt er að hugað verði sérstaklega að stöðu kvenna og raunverulegum möguleika á að tryggja sem jafnastan hlut kynjanna á þingi, komi til þess að breytingar verði gerðar á núgildandi kerfi. Skoða þarf kosningakerfi annarra þjóða og meta áhrif þess út frá markmiði sem sett er í 7. gr. kvennasamningsins. Greinin tiltekur ekki aðeins stjómmálaþátttöku, heldur einnig framkvæmd opinberrar stjómarstefnu. I jafnréttislögum er ákvæði um að tryggja skuli sem jafnastan hlut kvenna og karla í opinberum nefndum og ráð- um en þar fer mikilvæg stefnumótun fram. Ákvæði íslenskra laga er hins vegar mjög ómarkvisst og hefur því miður ekki skilað sama árangri og samsvarandi ákvæði í löggjöf hinna Norðurlandaþjóðanna. Sérstakt ákvæði er um rétt kvenna til að koma fram fyrir hönd ríkisstjóma sinna á alþjóðavettvangi og til að taka þátt í alþjóðastarfi. í 9. gr. samningsins er fjallað um ríkisborgararétt og þann rétt kvenna og bama þeirra til að öðlast, breyta eða að halda þjóðemi sínu óháð ríkisborgararétti eiginmanns. Áður en kom til fullgildingar Islands á kvennasamningnum var lögum um íslenskan ríkisborgararétt breytt og bömum fæddum í hjúskap foreldra tryggður ríkis- 10 Sjá andstæða skoðun í grein Wadstein, Margareta: FN-konventionen om avskaffande av all slags diskriminering av kvinnor. Raoul Wallenberg Institute, report no. 7. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.