Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 13
og kynningu á samningnum. Landssamband Sjálfstæðiskvenna og Kvennalist- inn héldu sérstaka kynningar- og umræðufundi um samninginn. Sú grein sem hér birtist byggir á fyrirlestrum sem við höfum flutt á þessum fundum. Við samningu þessarar greinar höfum við haft þá verkaskiptingu að Brynhildur samdi kafla 2,4.5 og 4.6, Elsa kafla 3, 4.1, 4.2, 4.3 og 4.4. Markmið okkar með þessari grein er að kynna samninginn fyrir íslenskum lögfræðingum ásamt því að vekja athygli á kvennarétti sem fræðigrein. 2. KVENNARÉTTUR Um þessar mundir eru u.þ.b. 20 ár liðin frá gildistöku fyrstu jafnréttislaganna hér á landi.1 Ekki þarf að draga í efa að lögin voru talin mikilvægur áfangi í bar- áttu íslenskra kvenna fyrir jafnrétti og kvenfrelsi er þau voru sett. Rúmur ára- tugur er nú liðinn frá fullgildingu kvennasamnings Sameinuðu þjóðanna á Is- landi en hann var fullgiltur af Islands hálfu árið 1985. Sá samningur hefur hins vegar ekki verið mikið til umfjöllunar í jafnréttisumræðunni hérlendis fyrr en á allra síðustu árum og er skýringin hugsanlega sú, að hér er um alþjóðasamning að ræða sem ekki hefur beint lagagildi hér á landi á sama hátt og jafnréttislögin auk þess sem umræða almennt um kvennarétt hefur ekki verið mikil innan lög- fræðinnar á Islandi. Kvennaréttur sem sérstök grein innan lögfræðinnar er nýleg fræðigrein, ein- ungis nokkurra áratuga gömul. Kvenréttindabarátta eða jafnréttisbarátta á sviði laga og réttar á sér þó miklu lengri sögu þótt ekki sé hennar að miklu getið í réttarsögunni. Á Norðurlöndum varð kvennaréttur að sérstöku fagi við ýmsa háskóla á 8. áratugnum. Voru Norðmenn þar fremstir í flokki og fyrstir til að taka upp kennslu í kvennarétti og við lagadeild Háskólans í Osló var komið á fót sérstakri stofnun í kvennarétti um sama leyti. Að öðrum fræðimönnum ólöstuðum er óhætt að segja að Dr. Tove Stang Dahl, prófessor við Oslóarhá- skóla, sem lést um aldur fram fyrir nokkrum árum, hafi lagt grunninn að norrænum kvennarétti sem fræðigrein en hún var einna fyrst norrænna lögfræð- inga til að skrifa og ritstýra kennslubókum í kvennarétti.2 Meginhlutverk kvennaréttar er að skoða réttarstöðu kvenna, annars vegar eins og hún birtist í þeim réttarheimildum sem við köllum gildandi rétt og hins vegar eins og hún er í raunveruleikanum með það m.a. að markmiði að bæta réttarstöðu kvenna, sem víðast hvar í heiminum er til muna lakari en karla.3 Þegar horft er til jafnréttisbaráttu undanfarinna áratuga og þróunar réttarins kemur í ljós að fýrir 30 árum var megináhersla lögð á bætta lagalega stöðu, þ.e. formlegt jafnrétti var sett í öndvegi eins og reyndar hafði verið um langt skeið. Á 8. áratugnum urðu kenningar um efnislegt jafnrétti áberandi en í því felst m.a. 1 Nú lög nr. 28/1991. 2 Sjá m.a. Dahl, Tove Stang (red.): Kvinnerett I og II. Universitetsforlaget AS, Oslo 1985. 3 Sjá nánar um kvennarétt Brynhildur G. Flóvenz: „Kvennaréttur, hvað er það?“. Úlfljómr nr. 3/1997. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.