Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 55
Hins vegar er ekki útilokað, og skal því varpað hér fram til umhugsunar, að réttarstaðan hefði getað orðið önnur, ef með lögum hefði verið lýst yfir eignarrétti íslenska ríkisins að þessum hafsvæðum og þeim nytjastofnum, sem þar er að finna, því íslenska ríkið getur verið aðili einstaklingseignarréttinda. I því tilviki hefði álitaefnið meira farið að snúast um það, hvort hafsvæðin og nytjastofnamir séu þess háttar verðmæti, að þau geti verið andlag eignarréttar, og hvort með slíkri lagasetningu væra skert atvinnuréttindi þeirra, sem fisk- veiðar stunduðu. Þess má finna nokkur dæmi í löggjöf, að íslenska ríkið sé lýst eigandi til- tekinna verðmæta, sbr. t.d. ákvæði laga nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins. Þar segir í 1. gr., að íslenska ríkið sé eigandi allra auðlinda á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga og svo langt, sem full- veldisréttur íslands nær samkvæmt lögum, alþjóðasamningum eða samningum við einstök ríki. Hugtakið auðlind samkvæmt lögunum tekur til allra ólífrænna og lífrænna auðlinda hafsbotnsins, annarra en lifandi vera. I lögunum kemur fram, að leyfi íslenska ríkisins þarf til að leita að og hagnýta slrkar auðlindir. Er það iðnaðarráðuneytið, sem fer með fyrirsvar íslenska ríkisins samkvæmt lög- unum. í 1. mgr. 1. gr. námulaga nr. 24/1973 segir, að landareign hverri, sem háð sé einkaeignarrétti, fylgi réttur til hagnýtingar hvers konar jarðefna, sem þar finnast í jörðu eða á, með þeim takmörkunum, sem lögin greina, en í 2. gr. kem- ur fram, að á öðrum landsvæðum en í 1. gr. segir, sem ekki séu í einkaeign, eign félaga, sveitarfélaga eða landshluta, hafi ríkið eitt rétt til jarðefna. Á 121. löggjafarþingi 1996 var lagt fram til kynningar frumvarp til laga um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu. Þar segir í 3. gr., að eignarlandi fylgi eignarréttur að auðlindum í jörðu, en utan eignarlanda séu auðlindir í jörðu eign íslenska ríkisins, nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra. Þá var og á sama þingi lagt fram frumvarp til laga um þjóðlendur, og í 2. gr. þess frumvarps er lýst yfir eignarhaldi ríkisins á hvers konar landi, landsréttindum og hlunnind- um í þjóðlendum, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti. Þjóðlenda er í 1. gr. skilgreind sem landsvæði utan eignarlanda, þótt einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Hvort það er raunhæft að ætla, að löggjafinn lýsi yfir eignarhaldi ríkisins á nytjastofnum á íslandsmiðum, og hvað í slíkum eignarrétti myndi felast, skal ósagt látið, en þessu varpað fram til umhugsunar í tengslum við umræður um þjóðlendur, vatnsréttindi og auðlindir í jörðu. í því sambandi skal og minnt á tiltekið orðalag, sem fram kemur í dómi Hæstaréttar í Landmannaafréttardóm- inum síðari, þ.e. H 1981 1584, en þar segir: í máli þessu leitar stjómvald, fjármálaráðherra f.h. ríkisins, dómsviðurkenningar á beinum eignarrétti ríkisins á Landmannaafrétti. Alþingi hefur ekki sett lög um þetta efni, þó að það hefði verið eðlileg leið til að fá ákvörðun handhafa ríkisvalds um málefnið. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.