Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 43
henni, en fjara merkir í þessu sambandi svæðið milli stórstraumsflóðmáls og stórstraumsfjörumáls. Meiri ágreiningur hefur hins vegar verið um það í ís- lenskri lögfræði, hvort netlög í sjó séu háð sömu eignarráðum fasteignareiganda og landið fyrir ofan, eða hvort landeigendum séu aðeins veittar tilteknar og af- markaðar hagnýtingarheimildir í þeim.8 3.5 Nýlegur dómur um veiði sjávarfiska í netlögum Eins og áður er fram komið eru netlög í síðari tíma löggjöf þannig mörkuð, að þau nái 60 faðma frá stórstraumsfjörumáli, sbr. 3. gr. tilskipunar um veiðar á íslandi frá 20. júní 1849, og 2. gr. laga nr. 39/1914 um beitutekju, eða 115 metra frá stórstraumsfjörumáli, sbr. áður 4. gr. laga nr. 33/1966 um fuglaveiðar og fuglafriðun og nú 1. gr. laga nr. 64/1994 um veiðar villtra dýra. í Grágás og Jónsbók miðuðust netlagamörk hins vegar við dýpt, sbr. 61. kapítula Lands- leigubálks Jónsbókar, 2. kapítuli rekabálks, þar sem ræðir um viðreka og veiði fyrir utan netlög, en þar segir: En það eru netlög utast er selnet stendur grunn 20 möskva djúpt að fjöru og koma þáflár upp úr sjá . . . Hér miðast netlaga- mörkin við ákveðna dýpt, þ.e. 20 möskva djúpt selnet. Óvíst er, hver sú dýpt er nákvæmlega, en hún getur varla verið mikið meira en 2,9 metrar.9 I dómi Hæstaréttar Islands í málinu nr. 179/1996: Ákæruvaldið gegn Eiríki Helgasyni, sem upp var kveðinn 19. september 1996, sbr. H 1996 2518, var maður einn ákærður fyrir að leggja grásleppunet sín innan 60 faðma frá stór- straumsfjörumáli tiltekinnar eyjar á Breiðafirði og þar með í netlögum eyjar- innar. Taldi ákæruvaldið, að innan netlaganna ætti landeigandi einn rétt til allrar veiði og þar með talda veiði sjávarfiska. Yrði sá réttur leiddur af 3. gr. veiðitil- skipunarinar frá 1849 og síðari tíma löggjöf. Með veiðum sínum innan þeirra marka hefði ákærði unnið til refsingar samkvæmt 11. gr. tilskipunarinnar, sbr. lögnr. 116/1990. I dómi Hæstaréttar sagði m.a., að af fomlögum yrði ekki ráðið, að netlög í sjó hafi verið talin háð sömu eignarráðum fasteignareiganda og landið fyrir of- an. Með síðari tíma löggjöf hafi eigendum fasteigna ekki heldur verið veittar allar sömu eignarheimildir yfir netlögum í sjó, sem þeir njóta yfir fasteignum, er að þeim liggja. Með veiðitilskipuninni 1849 hafi verið tekin upp ný afmörk- un netlaga á þann veg, að þau skyldu miðast við ákveðna fjarlægð frá stór- straumsfjörumáli. Innan þeirra, svo markaðra, skyldi fasteignareigandi einn eiga tilteknar heimildir, sbr. 1. gr. tilskipunarinnar. Með löggjöf eftir það hafi fasteignareigendum ekki með ótvíræðum hætti verið veittur einkaréttur til veiði sjávarfiska í netlögum, sem miðist við fjarlægð frá stórstraumsfjörumáli. 8 Sjá nánar um það efni Tryggvi Gunnarsson: „Landamerki fasteigna". Afmælisrit. Gaukur Jör- undsson sextugur. Reykjavík 1994, bls. 515-535, og Þorgeir Örlygsson: „Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum", sama rit, bls. 553-558, og þau rit og ritgerðir, sem þar er vísað til. 9 Sjá nánar Þorgeir Örlygsson: „Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum", bls. 553-554 og þau rit, sem þar er vitnað til. 37

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.