Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 18
gegn því að konur fái notið fullra mannréttinda. Mögulegt sé því að tryggja kon- um raunverulega vemd á grundvelli hinna hefðbundnu mannréttindasamninga en að þeir séu vannýttir sem tæki til vemdar mannréttindum þeim til handa. Hvað sem um þessar skoðanir fræðimanna má segja, þá er ljóst að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa talið nauðsynlegan sérstakan mannréttindasamning sem taki mið af sérstöðu kvenna og er til viðbótar þeim sem kalla má hina al- mennu manméttindasamninga. 4. KVENNASAMNINGUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA 4.1 Almennt Kvennasamningurinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1979 og var tilbúinn til staðfestingar fyrir aðildarríkin í júlí 1980 á annarri kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Kaupmannahöfn. Samn- ingurinn tók gildi í september 1981, 30 dögum eftir að 20 ríki höfðu sent inn staðfestingu á fullgildingu hans. Á miðju ári 1995 höfðu 141 ríki af 185 aðildar- ríkjum Sameinuðu þjóðanna fullgilt samninginn.7 Island fullgilti hann árið 1985. Margar þjóðir hafa gert fyrirvara við einstök ákvæði og er það nánast svo að finna má fyrirvara við allflest ákvæði samningsins. Þegar fjallað er um kvennasamning- inn er mikilvægt að sá aðdragandi sem lýst er í kafla 3 sé hafður í huga. í inngangi að samningnum segir m.a.: Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum, með tilliti til þess að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna staðfestir trú á grundvallarmann- réttindi, mannvirðingu og manngildi og á jafnan rétt karla og kvenna, með tilliti til þess að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna áréttar gmnd- vallarregluna um að misrétti sé ekki leyfilegt og lýsir yfir því að allir menn séu frjáls- bomir og jafnir að virðingu og réttindum og að öllum beri þar til greind réttindi og frelsi, án nokkurrar mismununar, þ.á m. vegna kynferðis, með tilliti til þess að ríkjum sem aðilar eru að alþjóðasamingunum um mannréttindi ber skylda til þess að tryggja jafnan rétt karla og kvenna til að njóta allra efnahags- legra, félagslegra, menningarlegra, borgaralegra og stjómmálalegra réttinda, hafa í huga alþjóðasamninga þá sem gerðir hafa verið að tilhlutan Sameinuðu þjóð- anna og sérstofnana til þess að stuðla að jafnrétti karla og kvenna, einnig með tilliti til ályktana þeirra, yfirlýsinga og tillagna sem Sameinuðu þjóðimar og sérstofnanir hafa samþykkt til að stuðla að jafnrétti karla og kvenna hafa þó áhyggjur af því að konur em enn beittar miklu misrétti þrátt fyrir þessar sam- þykktir. 7 The United Nations and the Advancement of Women. UN 1995. 12

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.