Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 16

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Qupperneq 16
Séu hins vegar aðrar opinberar leiðir áhrifaríkari til að ná markmiðum um jafnan rétt manna en sérstakir samningar er mikilvægt að festast ekki í þeirri hugsun að það sem talið hefur verið heppilegast hingað til sé það endilega áfram. Við lifum í samfélagi sem þróast hratt og rétturinn verður að laga sig að því án þess þó að týna sér í augnabliks tískusveiflum. 3. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR OG JAFNRÉTTI KYNJA Mannréttindi kvenna hafa verið til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna allt frá stofnun þeirra árið 1945. Stofnsamþykkt Sameinuðu þjóðanna sem ber yfirskriftina Sáttmáli hinna sameinuðu þjóða hefst með þessum orðum: Vér, hinar sameinuðu þjóðir, staðráðnar í að bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hefur leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mannkynið, að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar, að skapa skilyrði fyrir því, að hægt sé að halda uppi réttlæti og virðingu fyrir skyld- um þeim, er af samningnum leiðir og öðrum heimildum þjóðaréttar, Markmiðið um virðingu allra manna og jafnrétti karla og kvenna er síðan ítrekað í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var á Allsherjarþinginu árið 1948, bæði í inngangsorðum hennar, í 2. gr. þar sem staðfestur er réttur allra manna óháð litarhætti, kynþætti, kynferði o.s.frv. til þeirra réttinda og þess frjálsræðis sem í yfirlýsingunni felst og í 16. gr. mann- réttindayfirlýsingarinnar er fjallað um jafnan rétt karla og kvenna varðandi hjú- skap. Ein af sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna er Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO. Þar hafa verið samþykktar margar mikilvægar samþykktir sem snerta jafn- rétti kynja. Ein sú mikilvægasta er samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 100 frá 1951 um jöfn laun karla og kvenna. Island fullgilti hana árið 1958 og árið 1961 fullgilti ísland aðra mikilvæga samþykkt Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar nr. 111 frá 1958 um misrétti með tilliti til atvinnu og starfs. Þessar tvær alþjóðasamþykktir skuldbinda Island að þjóðarétti. Það á hins vegar ekki við unt mannréttindayfirlýsinguna. Árið 1966 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tvo alþjóðasamn- inga, annan um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og hinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Voru þeir fullgiltir af íslands háU'u árið 1979 og því bindandi að þjóðarétti. í samningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi er að finna almennt ákvæði um þær skyldur sem aðildarríkin takast á hendur til að 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.