Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Page 50
í þessu samhengi, að þau sýna, að ríkisvaldið telur sig bært til þess að ráðstafa náttúruauðlindum, sem er að finna á eigendalausum svæðum á landi í þágu þjóðarheildarinnar. Hinu sama hlýtur þá að gegna um náttúruauðlindir í hafalmenningununi við og umhverfis landið.18 6.0 NÁNAR UM HIÐ NÝJA KERFI, P.E. VEIÐIHEIMILDIR 6.1 Löggjafarþróun frá 1976-1990 Með lögum nr. 81/1976 um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands fékk ráðherra, eins og áður segir, heimild til að ákveða hámark þess afla, sem veiða mátti af hverri fisktegund á tilteknu tímabili. Voru þá veiðar tiltekinna tegunda háðar sérstökum eða almennum leyfum frá ráðherra. I kjölfarið kom svokallað „skrapdagakerfi“ á árunum 1978 til 1983, en með því voru sóknardagar skipa takmarkaðir, þ.e. skipum var bannað að stunda tilteknar veiðar á vissum tíma- bilum. í þessu kerfi var ekki ákveðið fyrirfram, hversu mikinn botnfiskafla hvert skip fékk á þeim dögum, er veiðar voru heimilar. í upphafi árs 1984 varð veigamikil breyting á reglum urn stjóm botnfiskveiða hér á landi. Með lögum nr. 82/1983 var svonefnt kvótakerfi tekið upp. Megin- atriði þess var, að tekin var upp sú aðferð, að hvert fiskiskip yfir 10 brúttólest- um fékk úthlutað heimild til að veiða tilgreint magn af ákveðnum botnfiskteg- undum, og var heimildin nefnd aflakvóti eða aflamark. Var aflakvótinn fyrsta árið miðaður við aflareynslu viðkomandi skips á þremur næstu ámm þar á und- an, svonefndum viðmiðunarárum. Kvótakerfið var ekki hreint aflakvótakerfi, því heimilt var einstökum skipum að velja svonefnt sóknamiark, þ.e. fiskiskip fékk heimild til að stunda botnfiskveiðar ákveðinn dagafjölda, þó með tak- mörkunum á þorskafla og hugsanlega fleiri fisktegundum. Fram til ársins 1986 var val á milli aflakvóta og sóknarmarks vemlegum tak- mörkunum háð, en á áranum 1986 til 1987 vom þessar heimildir rýmkaðar, en þær voru svo aftur þrengdar á árinu 1988. Aðrar veiðar en botnfiskveiðar voru ýmist háðar sérstökum leyfum eða ráðherra gat ákveðið, að þær skyldu leyfis- bundnar.19 6.2 Almennt veiðileyfi - Aflahlutdeild og aflamark Með lögum nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða, sem eru ótímabundin, var það kerfi tekið upp, að fiskveiðum skyldi stjórnað með úthlutun veiðileyfa. Miðað er við það í lögunum, að allar veiðar séu leyfisbundnar. Árlega er öllum þeim skipum, sem fullnægja almennum skilyrðum laganna, veitt eitt almennt veiðileyfi, og veitir það leyfi heimild til að veiða þær tegundir, sem ekki sæta sérstöku aflamarki, með þeim takmörkunum þó sem leiðir af 18 Sjá nánar Þorgeir Örlygsson: „Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum", bls. 60.^-605, og að því er danskan rétt varðar Knud Illum: Dansk Tingsret, bls. 17. 19 Sjá nánar Tryggvi Gunnarsson: „Stjómarskráin og stjómun fiskveiða og búvöruframleiðslu". Tímarit lögfræðinga, 2. hefti 1989, bls. 109 o.áfr. 44

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.