Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 10
urinn er löng en fróðleg lesning og niðurstöður beggja hluta dómsins vel rök- studdar og sannfærandi. Allir lögfræðingar hefðu gott af lestri þessa dóms, einkum þó þeir sem aðhyllast kenningar um eina „rétta“ niðurstöðu í deilumál- um fyrir dómstólum. Dóminn er að finna á slóðinni www.lovdata.no/hr/hot-00- 00049b.html. A dögununt gekk dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í málinu nr. E- 4216/2000. Þar voru málsatvik harla lík og í norska málinu. Munurinn er hins vegar sá að hér á landi er ekki bundið í lög að bætur þurfi ekki að greiða í þeim tilvikum að farþegi sem fyrir tjóni verður veit að ökuntaður er ölvaður. Dóm- venjan stendur hins vegar til þess eins og fyrr greinir. Niðurstaða dómarans í málinu varð sú að þar sem dómvenjan stangaðist á við framangreindar tilskip- anir Evrópusambandsins yrði að víkja henni til hliðar. Bætur voru dæmdar á grundvelli 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga en þær skertar samkvæmt ákvæði 2. mgr. sömu lagagreinar. Eftir er að sjá hvort Hæstiréttur fellst á þessa niðurstöðu, en málinu hefur verið áfrýjað. 4

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.