Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 23
Ef stofnað var eða stofnað er til réttarhaldanna eða ákvörðun hefur verið tek-
in innanlands um að firra viðkomandi mann refsiábyrgð á glæpum sem falla
undir lögsögu dómstólsins, sbr. 5. gr. samþykktarinnar, getur dómstóllinn litið
svo á að skort hafi vilja af hálfu ríkis í merkingu upphafsmálsl. 2. mgr. 17. gr.,
sbr. a-lið sömu málsgreinar. Sem dæmi um tilvik þar sem grunsemdir gætu
vaknað um að í raun skorti nlci vilja til aðgerða er þegar ríkjandi valdhafar hafa
staðið að glæpum sem falla undir lögsögu dómstólsins. Rannsókn og saksókn
mála hjá yfirvöldum ríkis þar sem slíkir valdhafar eru ennþá ráðandi afl í stjórn
landsins yrði því væntanlega skoðuð með mjög gagnrýnum augum hjá dóm-
stólnum.
I b-lið 2. mgr. 17. gr. er í öðru lagi gert ráð fyrir því að dómstóllinn geti lagt
til grundvallar að skortur hafi verið á vilja ríkis í framangreindri merkingu ef
óhæfilegar tafir hafa orðið á meðferð málsins sem miðað við aðstæður
samrýmast ekki þeim ásetningi að leiða viðkomandi mann fyrir rétt. Leggja
verður hér áherslu á að enda þótt talið yrði að tímalengd málsmeðferðar í ríki
teldist „óhæfileg“ í merkingu ákvæðisins, sbr. til hliðsjónar efnisákvæði 1.
málsl. 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, er vafasamt að fallast á að
sú niðurstaða ein og sér myndi leiða til þess að talið yrði nægjanlega leitt í ljós
að ríki hefði skort ásetning til að leiða viðkomandi mann fyrir rétt. í ljósi meg-
inreglunnar um fyllingarlögsögu sem Rómarsamþykktin er byggð á og endur-
speglar hið þjóðréttarlega valdajafnvægi á milli Alþjóðlega sakamáladómstóls-
ins og yfirvalda í einstökum ríkjum verður að ætla að fleira þurfi að koma til en
það eitt að óhæfilegar tafir hafi orðið á meðferð málsins. I ljósi þessa verður að
gera ráð fyrir að önnur ytri atvik verði lögð til grundvallar í þessu efni, ef þeim
er á annað borð til að dreifa, og niðurstaða fengin samkvæmt almennum og
hlutlægum mælikvarða. Þessar athugasemdir eiga einnig við um c-lið 2. mgr.
17. gr. að breyttu breytanda.
3.3.3.3 Skortur á getu ríkis
Um það hvort skortur hafi verið á getu ríkis til aðgerða gerir 3. mgr. 17. gr.28
Rómarsamþykktarinnar ráð fyrir tvíþættu en samtvinnuðu mati dómstólsins.29
Ber honum í fyrsta lagi að meta hvort réttarkerfi viðkomandi ríkis er „með öllu
eða að verulegu leyti óstarfhæft“. Komist dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að
svo sé tekur hann til skoðunar hvort aðstæður séu með þeim hætti að ríki geti
sem, miðað við aðstæður, samrýmist ekki þeim ásetningi að leiða viðkomandi mann fyrir rétt; c)
réttarhöldin fóru eða fara ekki fram á óháðan eða hlutlausan hátt og fóru eða fara fram með þeim
hætti, sem miðað við aðstæður, samrýmist ekki þeim ásetningi að leiða viðkomandi mann fyrir
rétt“.
28 Ákvæði 3. mgr. 17. gr. Rómarsamþykktarinnar er svohljóðandi í fslenskri þýðingu: „Til þess að
ákvarða hvort um er að ræða skort á getu í tilteknu máli skal dómstóllinn meta hvort ríkið geti ekki,
vegna þess að réttarkerfi þess er með öllu eða að verulegu leyti óstarfhæft, tekið ákærða höndum
eða aflað nauðsynlegra sönnunargagna og vitnisburðar eða sé á annan hátt ófært um að rétta í mál-
inu“.
29 Sjá hér nánar John T. Holmes, sama rit, bls. 49.
17