Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Qupperneq 24

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Qupperneq 24
ekki handtekið ákærða eða aflað nauðsynlegra sönnunargagna eða hvort það sé á „annan hátt ófært um að rétta í málinu“. í samræmi við áðumefnd sjónarmið um vægi meginreglunnar um fyllingar- lögsögu þegar túlkað er efnisinntak ákvæða samþykktarinnar sem lúta að sam- spili lögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins og yfirvalda í einstökum ríkjum verður að telja að dómstóllinn muni gera talsverðar kröfur til þess að sýnt verði fram á með hlutlægum hætti að efnisskilyrði 3. mgr. 17. gr. séu uppfyllt. 3.3.4 Veikleikar meginreglunnar um fyllingarlögsögu Fræðimenn hafa bent á a.m.k. tvenns konar veikleika við það fyrirkomulag sem 17. gr. Rómarsamþykktarinnar hefur að geyma. I fyrsta lagi hefur því verið haldið fram að þær miklu kröfur sem ákvæði 2. og 3. mgr. 17. gr. mæla fyrir um, svo sýnt sé fram á að ríki hafi skort vilja eða getu til aðgerða, geti leitt til þess að þróuð ríki þar sem yfirvöld eiga sér langa sögu og eru vel skipulögð geti nokkuð auðveldlega komið í veg fyrir að skilyrði ákvæðanna séu uppfyllt í ein- stökum tilvikum. I öðru lagi hefur verið bent á að einn stærsti veikleiki 17. gr. sé sá að ekki sé tekin afstaða til þess hvort náðanir í einstökum ríkjum við upp- haf eða stuttu eftir að fullnusta refsingar sé hafin að lokinni rannsókn, saksókn og dómsmeðferð geti talist fela í sér skort á vilja í merkingu 2. mgr. 17. gr. sam- þykktarinnar. Rúm skýring ákvæðisins eða jafnvel lögjöfnun er ekki talin tæk þar sem lögskýringargögn benda til þess að tillaga samningsríkja um að bæta við fyrirmælum um náðanir var felld við gerð Rómarsamþykktarinnar.30 4. GRUNNFORSENDUR LÖGSÖGUVAUDS OG BEITING LÖGSÖGU 4.1 Inngangur Óhætt er að segja að meginágreiningsefni samningsríkjanna við gerð Róm- arsamþykktarinnar snerist um það hvenær lögsaga Alþjóðlega sakamáladóm- stólsins yrði virk, þ.e. undir hvaða kringumstæðum og á grundvelli hvaða skil- yrða yrði dómstólnum heimih að láta tiltekið mál til sín taka. Andstaða Banda- ríkjamanna við endanlegar niðurstöður ríkjaráðstefnunnar í Róm laut einkunt að þessum reglum eins og nánar verður rakið hér í kafla 4.3. 4.2 Allsherjarlögsaga og sjálfvirk lögsaga í viðræðum ríkja á fundum undirbúningsnefndar Sameinuðu þjóðanna um stofnun Alþjóðlegs sakamáladómstóls var jafnan lagt til grundvallar af hálfu meirihluta ríkjanna að einstök þjóðríki hefðu svokallaða „allsherjarlögsögu“ (universal jurisdiction) til að saksækja og dæma í málum einstaklinga er grun- aðir væru um hópmorð, glæpi gegn mannúð eða stríðsglæpi. Væri slík lögsaga byggð á þjóðréttarvenju sem hefði stöðu jus cogens en einkenni hennar er að 30 John T. Holnics, sama rit, bls. 75-76. 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.