Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 25
ríkjum er heimilt að rétta yfir manni án samþykkis annarra ríkja, s.s. þegnríkis hans eða ríkis þar sem hin meinta refsinæma háttsemi átti sér stað (landfræði- legt ríki). Almennt er talið að rætur þessarar þjóðréttarvenju megi leiða af áhrif- um Niimberg-réttarhaldanna á þróun alþjóðlegs refsiréttar.31 Sum ríki lögðu áherslu á að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ætti að hafa allsherjarlögsögu eins og einstök þjóðríki væru talin hafa að þjóðarétti. Lagði Þýskaland meðal annars fram formlega tillögu þess efnis á ofangreindum fund- um undirbúningsnefndar Sameinuðu þjóðanna en náði hún ekki fram að ganga einkum vegna andstöðu ríkja á borð við Bandaríki Norður-Ameríku, Frakkland og Irak. I því skyni að reyna að öðlast samþykki Bandaríkjamanna var komið til móts við óskir stórveldisins um að takmarkaðir yrðu möguleikar dómstóls- ins á að láta mál til sín taka án þess að fyrir fram gefið samþykki hlutaðeigandi ríkja lægi fyrir. Niðurstaða ríkjaráðstefnunnar í Róm var því sú að veita Alþjóð- lega sakamáladómstólnum sjálfvirka lögsögu, sbr. ákvæði 12. gr. Rómarsam- þykktarinnar, sem nánar verður lýst í kafla 4.3. Þrátt fyrir þetta töldu Banda- ríkjamenn að Rómarsamþykktin gengi lengra en viðurkennd sjónarmið þjóða- réttarins um fullveldi ríkja stæðu til og greiddu atkvæði gegn samþykktinni. 4.3 Grunnforsendur lögsöguvalds og beiting lögsögu 4.3.1 Túlkun 12. gr. Rómarsamþykktarinnar - sjónarmið Bandaríkjanna Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. Rómarsamþykktarinnar viðurkennir ríki, sem ger- ist aðili að samþykktinni, lögsögu dómstólsins að því er varðar þá glæpi sem um getur í 5. gr., þ.e. hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði, sbr. þó 2. mgr. 5. gr. samþykktarinnar. Með þessu ákvæði er því lagður grunnurinn að meginreglunni um sjálfvirka lögsögu. Felur hún nánar í sér að dómstóllinn er ekki knúinn til þess að æskja samþykkis aðildarríkja í hverju til- viki fyrir sig heldur leiðir það af aðildinni einni og sér að þau viðurkenna lög- sögu dómstólsins í einstökum tilvikum að öðrum grunnskilyrðum uppfylltum. Grunnforsendur fyrir því að lögsaga dómstólsins verði virk í einstöku máli kemur fram í 2. mgr. 12 gr. I ákvæðinu er gert að skilyrði fyrir beitingu dóm- stólsins á lögsögu sinni að annað hvort ríkið þar sem hin meinta refsinæma hátt- semi átti sér stað (landfræðilegt ríki), sbr. a-lið 2. mgr. 12. gr., og/eða þegnríki sakbomings, sbr. b-lið 2. mgr. 12. gr., eigi aðild að samþykktinni eða hafi við- urkennt lögsögu dómstólsins með yfirlýsingu til dómritara samkvæmt 3. mgr. 12. gr. samþykktarinnar. Samkvæmt þessu má a.m.k. draga þá ályktun af ákvæði 12. gr., eins og ég hef reyndar vikið að hér að framan, að það felur ekki í sér að dómstóllinn hafi allsherjarlögsögu í þeirri merkingu sem áður er nefnd. 31 Sjá hér nánar Jónatan Pórmundsson: „Grundvallaratriði alþjóðlegs refsiréttar". Afmælisrit Úlfljóts, 50. árg. 1997, bls. 175. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.