Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Qupperneq 26
Raunar er rétt að minna á að tillaga Þýskalands þess efnis var felld við gerð Rómarsamþykktarinnar.32 Með ákvæði 2. mgr. 12. gr. samþykktarinnar er gert ráð fyrir því að lögsaga dómstólsins verði virk með því að annaðhvort hið landfræðilega ríki sé aðili eða þegnríki sakbornings. Þó er gert ráð fyrir því að ríki sem ekki er aðili að samþykktinni geti viðurkennt lögsögu dómstólsins með yfirlýsingu til dómrit- ara. Af þessu virðist mega sem dæmi ráða að væri ríkisborgari íraks, sem ekki er aðili að samþykktinni, grunaður um glæpi sem féllu undir lögsögu dómstóls- ins samkvæmt 5. gr. og framdir hefðu verið hér á landi, yrði lögsaga dómstóls- ins virk þar sem ísland er aðili að samþykktinni. Bandarfkjamenn telja þetta fyr- irkomulag með öllu óviðunandi.33 Telja þeir að ekki sé hægt að fallast á að Al- þjóðlegi sakamáladómstóllinn geti haft lögsögu yfir hvaða einstaklingi sem er án samþykkis Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í formi ályktunar á grundvelli VII. kafla sáttmála Sþ. svo lengi sem hið landfræðilega ríki sé aðili að Rómar- samþykktinni.34 Færð hafa verið fram sannfærandi rök gegn sjónarmiðum Bandaríkjanna um túlkun og beitingu 12. gr. Rómarsamþykktarinnar. í því efni hafa fræðimenn bent á að fyrirkomulag 12. gr. feli í raun í sér takmörkun á annars æskilegu gild- issviði þeirrar lögsögu sem dómstóllinn ætti að hafa til að geta gegnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Minna þeir á að við gerð Rómarsamþykktarinnar kom fram sú tillaga frá fulltrúum Suður-Kóreu að lögsaga dómstólsins yrði virk ef eitt af fjórum eftirtöldum ríkjum væri aðili að samþykktinni, þ.e. (1) hið land- fræðilega ríki, (2) þegnríki sakbomings, (3) þegnríki brotaþola og (4) gæsluríki sakbomings. Þessi tillaga hafi hins vegar verið felld til að koma til móts við óskir Bandaríkjanna.35 Þá hefur verið bent á að hefði verið farið að tillögu Bandaríkjanna um að nauðsynlegt hefði verið í nánast öllum tilvikum36 að 32 Elisabeth Wilmhurzt: „Jurisdiction of the Court. The Intemational Criminal Court; The Mak- ing of the Rome Statute, Issues, Negotiations, Results". Roy S. Lee (ritstj.) Kluwer Law Inter- national 1999, bls. 127-141. 33 Sjá hér greinargóða lýsingu á afstöðu Bandaríkjamanna hjá David Scheffer: Intemational Criminal Court: The Challenge of Jurisdiction. U.S. Department of State, Address at the Annual Meeting of the American Society of Intemational Law, Washington DC, 26. mars 1999. Þess skal getið að David Scheffer er sendiherra Bandaríkjanna í málum er varða stríðsglæpi (Ambassador at Large for War Crimes Issues). 34 Sjá hér eftirfarandi ummæli David Scheffer, sbr. neðanmgr. 33: „As I have often said, the presumption that, upon ratification of 60 states, the newly-established [Intemational Criminal Court] could try, absent a Security Council referral, to reach anyone anywhere in the world based only on the consent of the state of territory is an untenable overreach of jurisdiction by a treaty- based organization". 35 Sjá hér m.a. greinargerð Human Rights Watch: The ICC Jurisdictional Regime; Addressing U.S. Arguments. September 1998. Hægt er að nálgast greinargerðina á heimasíðu samtakanna á eftirfar- andi veffangi: www.hrw.org/campaigns/icc. 36 Að undanskildum þeim tilvikum þegar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vísar málum til sak- sóknarans á grundvelli ályktunar samkvæmt VII. kafla sáttmála SÞ. Hafa verður í huga að Banda- ríkjamenn hafa að sjálfsögðu litlar sem engar áhyggjur af slíkum tilvikum enda hafa þeir neitunar- vald í Öryggisráðinu sem ein af fimm þjóðum sem eiga þar fast sæti. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.