Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Qupperneq 28

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Qupperneq 28
Þess skal getið að í ákvæði 14. gr. Rómarsamþykktarinnar er nánar fjallað um þau tilvik þegar aðildarríki vísar aðstæðum til saksóknara dómstólsins. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. skal tilvísunarríkið, eftir því sem unnt er, greina í til- vísuninni frá hlutaðeigandi aðstæðum og leggja fram með henni öll tiltæk stuðningsgögn. 4.3.2.3 Saksóknari hefur mál proprío motu Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. Rómarsamþykktarinnar getur saksóknarinn hafið rannsókn proprio motu á grundvelli upplýsinga urn glæpi sem falla undir lög- sögu dómstólsins, sbr. 5. gr. I slíkum tilvikum er saksóknaranum skylt að kanna hversu alvarlegar upplýsingamar eru sem honum hafa borist og getur hann í því skyni leitað viðbótarupplýsinga hjá einstökum ríkjum, stofnunum Sameinuðu þjóðanna, milliríkjastofnunum, frjálsum félagasamtökum eða „öðrum áreiðan- legum aðilum." Taka skal fram að latneska hugtakið proprio motu var notað í staðinn fyrir hugtakið ex officio til að draga betur fram að saksóknarinn getur ekki beinlínis ákveðið að hefja rannsókn að eigin frumkvæði heldur verða upplýsingar að berast honum frá þeirn aðilum, sem sérstaklega eru tilgreindir í 2. mgr. 15. gr., eða öðrum áreiðanlegum aðilum. Til þess að koma í veg fyrir óheft vald saksóknarans til að hefja rannsókn samkvæmt 1. og 2. mgr. 15. gr. er gert ráð fyrir að honum sé skylt að senda for- réttarstofu beiðni um heimild til rannsóknar ásamt öllum stuðningsgögnum sem aflað hefur verið telji hann að fyrir hendi sé rökstuddur grundvöllur til þess að hefja rannsókn, sbr. 3. mgr. 15. gr. Samkvæmt 4. mgr. sama ákvæðis tekur for- réttarstofa beiðnina til efnislegrar athugunar og metur hvort tilefni sé til að hefja rannsóknina og hvort málið virðist falla undir lögsögu dómstólsins. Telji hún að svo sé heimilar hún saksóknaranum að hefja rannsóknina. Annars hafnar hún beiðninni en slík höfnun útilokar ekki að saksóknarinn geti lagt fram beiðni síð- ar á grundvelli nýrra staðreynda eða sönnunargagna um sömu aðstæður, sbr. 5. mgr. 15. gr. samþykktarinnar. 4.3.3 Frestun rannsóknar og saksóknar, sbr. 16. gr. Rómarsamþykktar Samkvæmt 16. gr. Rómarsamþykktarinnar er saksóknaranum gert óheimilt að hefja eða halda áfram rannsókn eða saksókn á grundvelli samþykktarinnar næstu 12 mánuði eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lagt fram beiðni í þá veru við dómstólinn í samræmi við ályktun ráðsins á grundvelli VII. kafla sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Með 2. málsl. ákvæðisins er síðan gert ráð fyrir að öryggisráðið geti endurnýjað beiðni sína með þessum hætti. I raun má halda því fram að með þessu ákvæði hafi öryggisráðinu verið gert kleift að koma í veg fyrir að saksóknarinn gæti um óákveðinn tíma haldið áfram rannsókn og saksókn tiltekins máls. Þó hefur verið bent á að í ljósi þess að Júgóslavíudómstóllinn hefur talið sig bæran til að meta lögmæti ályktana ör- 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.