Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Side 37
6. NIÐURSTÖÐUR: UMFANG ÍTREKUNARTÍÐNI í HEILDARÚRTAKI Hver er ítrekunartíðni meðal þeirra sem sæta refsingu á Islandi? Fjöldi þeirra sem fangelsaðir voru á ný úr þessu úrtaki, sem telur sem fyrr segir þá sem luku afplánun í fangelsi eða með samfélagsþjónustu og þá sem fengu skilorðsbund- inn dóm, er hverfandi fyrstu sex mánuði eftirfylgninnar, en það kann að stafa af þeim tíma sem málsmeðferð tekur. En frá og með sjötta inánuði eftirfylgninnar fjölgar jafnt og þétt þeim sem fangelsaðir eru á ný. Innan eins árs höfðu 5 pró- sent verið fangelsaðir á ný, innan þriggja ára 19.5 prósent og innan fimm ára 24 prósent. Svo vikið sé að niðurstöðum um nýja dóma kom fram að um það bil 12 prósent þeirra sem luku afplánun á Islandi voru dæmdir á ný innan eins árs frá fullnustudegi, 29 prósent voru dæmdir á ný innan þriggja ára og 35 prósent voru dæmdir á ný innan fimm ára.3 Loks kom í ljós að meira en þriðjungur (38.8 prósent) úrtaksins kom við sögu lögreglunnar innan tólf mánaða frá því að þeir luku afplánun, 60 prósent hafði komið við sögu lögreglunnar innan þriggja ára og 68.2 prósent hafði komið við sögu lögreglu þegar þeim hafði ver- ið fylgt eftir í fimm ár. í stuttu máli var um það bil fjórðungur þeirra sem refsað var á Islandi árin 1994 til 1998 fangelsaður á ný, rétt rúmlega þriðjungur var dæmdur á ný og rétt tæplega tveir þriðju komu við sögu lögreglu innan fimm ára frá því að afplán- un lauk. 7. EINKENNI ÞEIRRA SEM SÆTTU ÓLÍKUM TEGUNDUM REFSINGA í rannsókninni var sérstaklega greindur hver forspárþáttur ítrekunar fyrir þá sem sæta hverri þeirra þriggja tegunda refsinga sem rannsóknin tók til, þ.e. fangavist, samfélagsþjónustu og skilorðsbundnum dómi. Þessi greining rann- sakar í þrennu lagi hvaða einkenni tengjast ítrekunartíðni, fyrst hjá þeim sem losna úr fangelsi, þá hjá þeim sem ljúka afplánun með samfélagsþjónustu og loks hjá þeim sem fengið höfðu skilorðsbundinn dóm. Ástæðan fyrir því að þessum greiningum er haldið aðskildum er sú að þessir þrír hópar samanstanda af talsvert ólíkum tegundum brotamanna og afbrota. 3 Þessar tölur um nýja dóma taka ekki til dóma fyrir afbrot sem einungis varða fjársektum. Tölumar um nýja dóma, vanmeta þannig heildarfjölda nýrra dóma yfir þeim sem í úrtakinu em. 31

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.