Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Side 43
9. SAMANTEKT
Rannsóknin mældi umfang og forspárþætti ítrekunar á íslandi á grundvelli
upplýsinga um 3216 einstaklinga sem fengu skilorðsbundinn dóm eða luku af-
plánun í fangelsi eða samfélagsþjónustu á tímabilinu 1994-1998. í samræmi við
fyrri rannsóknir í afbrotafræði var ítrekunartíðni skilgreind sem prósenta þeirra
einstaklinga sem fengu þessar ólíku tegundir refsinga og brutu af sér aftur mælt
í ljósi eftirfarandi þriggja þátta. 1) Ný afskipti lögreglu; 2) hlutu nýjan dóm; og
3) fangelsaðir á ný. Með hjálp tiltekinnar tölfræðiaðferðar (survival analysis
techniques) var ítrekunartíðnin reiknuð fyrir alla sem lentu í úrtakinu og síðan
einnig sérstaklega fyrir þá hópa sem hlutu þessar þrjár mismunandi tegundir
refsinga. Einnig var mælt hvaða áhrif kyn, aldur, fyrri brotasaga, lengd refsinga
eða fangavist, tegund brots og afplánunarár hefur á tíðni ítrekunar. Að lokum
var rannsakað hvaða áhrif ólíkar tegundir refsinga hafa á líkurnar á ítrekun.
Greiningin á umfangi ítrekunar sýndi að um fjórðungur allra þeirra sem lentu
í úrtakinu voru fangelsaðir á ný, þriðjungur hlaut nýjan dóm og lögregla hafði
afskipti af tveimur af hverjum þremur á ný innan fimm ára frá því að þeir luku
afplánun. Itrekunartíðni fyrir þá sem luku fangavist var nokkru hærri eða 37
prósent fangelsaðir á ný, 44 prósent dæmdir á ný og 73 prósentum þurfti lög-
regla að hafa afskipti af á ný innan fimm ára. Ef litið er eingöngu á þá sem hlutu
skilorðsbundinn dóm voru 15 prósent fangelsaðir á ný, 29 prósent voru dæmd-
ir á ný og 66 prósentum hafði lögregla afskipti af á ný. Að lokum var þeim fylgt
eftir sem luku samfélagsþjónustu í þrjú ár eftir fullnustu og í ljós kom að 17
prósent þeirra voru fangelsaðir á ný, 22 prósent hlutu nýjan dóm og af 55 pró-
sentum hafði lögreglan haft afskipti af á ný. Fyrri rannsóknir á ítrekunartíðni
hafa yfirleitt ekki tekið með þá sem lokið hafa samfélagsþjónustu eða fengið
skilorðsbundinn dóm. Þess vegna er ekki vitað hvemig þessum hópum reiðir af
í samanburði við sambærilega hópa erlendis. Aftur á móti er til fjöldi rannsókna
á ítrekunartíðni þeirra sem ljúka fangavist. Niðurstöður þeirra rannsókna benda
til þess að ítrekunartíðni þeirra sem ljúka fangavist á Islandi sé mjög svipuð því
sem tíðkast meðal annarra þjóða, jafnvel þó að margar þessara þjóða beiti tals-
vert þyngri refsingum en íslendingar. Eins og fyrr var vikið að er sú afstaða ríkj-
andi í albrotafræði að ítrekunartíðni sé almennt lægri í fámennari og menning-
arlega einsleitum samfélögum en hjá fjölmennari og menningarlega fjölbreytt-
ari þjóðum. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja ekki þessa afstöðu og eru
því afar athyglisverðar í ljósi afbrotafræðinnar. Þessum þætti eru gerð nánari
skil á öðrum vettvangi (Baumer, Wright, Kristrún Kristinsdóttir og Helgi Gunn-
laugsson, 2001).
Greining á forspárgildi ítrekunar sýnir nokkur athyglisverð mynstur. Sérstak-
lega er athyglisvert, þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta, að tíðni ítrek-
unar er tiltölulega lítið breytileg milli þeirra sem hljóta ólíkar tegundir refsinga.
Þessi greining sýnir almennt að ítrekunartíðni hefur tilhneigingu til að vera hæst
meðal þeirra sem luku vist í fangelsi og lægst meðal þeirra sem luku samfélags-
þjónustu, að undanskildri nýrri fangelsun, þar sem þeir sem fengu skilorðs-
37