Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Page 45

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Page 45
ar á ítrekunartíðni. Að lokum er víst, að svo lengi sem stjómvöld þróa og inn- leiða ný úrræði til að auðvelda brotamönnum farsæla aðlögun að samfélaginu er fullvíst að rannsóknir á ítrekunartíðni bjóða upp á mikilvæga leið til að meta áhrif úrræða af þessu tagi. 10. HELSTU NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNARINNAR - Urtakið í rannsókninni var skilgreint sem allir þeir sem luku afplánun dóms með fangelsisvist eða samfélagsþjónustu eða hlutu skilorðsbundinn dóm frá 1. janúar 1994 til 30. nóvember 1998 (fjöldi 3216). - Notaðir voru þrír mælikvarðar á ítrekunartíðni til að fá heildarmynd af endur- teknum afbrotum á íslandi; ný afskipti lögreglu, nýr dómur og ný fangelsun. - Fram kom að innan eins árs höfðu 5 prósent heildarúrtaksins verið fangelsað- ir á ný, innan þriggja ára 19.5 prósent og innan fimm ára 24 prósent. - Um það bil 12 prósent þeirra sem luku afplánun á Islandi voru dæmdir á ný innan eins árs frá fullnustudegi, 29 prósent voru dæmdir á ný innan þriggja ára og 35 prósent voru dæmdir á ný innan fimm ára. - Meira en þriðjungur (38.8 prósent) heildarúrtaks kom við sögu lögreglunnar innan tólf mánaða frá því að þeir luku afplánun, 60 prósent kom við sögu lög- reglunnar innan þriggja ára og 68.2 prósent kom við sögu lögreglu þegar þeim hafði verið fylgt eftir í fimm ár. - Greiningin á umfangi ítrekunar sýnir að um fjórðungur allra þeirra sem lentu í úrtakinu voru fangelsaðir á ný, þriðjungur hlaut nýjan dóm og lögregla hafði afskipti af tveimur af hverjum þremur á ný innan fimm ára frá því að þeir luku afplánun. - Ítrekunartíðni fyrir þá sem luku fangavist sýndi að 37 prósent voru fangelsað- ir á ný, 44 prósent hlutu nýjan dóm og 73 prósentum þurfti lögregla að hafa af- skipti af á ný innan fimm ára frá lokum afplánunar. - Af þeim sem hlutu skilorðsbundinn dóm voru 15 prósent fangelsaðir á ný, 29 prósent voru dæmdir á ný og 66 prósentum hafði lögregla afskipti af á ný inn- an fimm ára frá dómsuppkvaðningardegi. - Þeim sem luku samfélagsþjónustu var fylgt eftir í þrjú ár eftir fullnustu og voru 17 prósent þeirra fangelsaðir á ný, 22 prósent hlutu nýjan dóm og af 55 prósentum hafði lögreglan afskipti á ný. 39

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.