Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 51
m.a. að einhverju marki farið sínar eigin leiðir við mat á hæfni kennara, sem sækjast eftir störfum þar, enda þótt notast sé við sömu starfsheiti og tíðkast við Háskóla Islands. Nú þegar má benda á dæmi, sem vekja alvarlegar efasemdir um, að eðlileg akademísk viðhorf hafi ráðið ferðinni við ráðningu í störf á vett- vangi sérskóla á háskólastigi, en hér skal þó ekki fjallað nánar um það efni. Hins vegar ætti lagadeild síst af öllu að mæla gegn því að lögfræðikennslu í einhverri mynd, verði haldið uppi annars staðar. Geti raunhæf samkeppni við Háskóla Islands komið til álita á annað borð, nú eða í fyrirsjáanlegri framtíð, hlýtur hún einungis að vera jákvæð, þegar til lengri tíma er litið, og örva starfs- menn lagadeildar til dáða. Ber því að fagna henni og stuðla að henni fremur en hitt, eftir atvikum með hvatningu og janframt með beinni aðstoð eða ráðgjöf sé hennar óskað. I störfum sínum munu kennarar í sérskólunum einnig njóta góðs af þeim fræðastörfum, sem stunduð hafa verið og munu verða stunduð í laga- deild. Ur kennaraliði sérskólanna mætti einnig, eftir atvikum, fá stundakennara og gestafyrirlesara við lagadeild eftir því sem þörf gerist. Má hiklaust hvetja til samráðs og samstarfs milli lagadeildar og sérskólanna varðandi ýmislegt, er tengist lögfræðikennslu. 3. HÖFUÐVÆGI FRÆÐISTARFA UMSÆKJENDA VIÐ NÝRÁÐNINGAR Ég tel ekki lengur gerlegt að ráða í störf dósenta eða prófessora við lagadeild án þess að m.a. sé haft verulegt mið af þeirri lágmarkstölu stiga (fyrst og fremst rannsóknarstiga) fyrir menn í lægsta launaþrepi þessara stöðuheita, sem Kjara- nefnd miðar launatöflur sínar við og sem jafnframt hefur nú verið tekin upp á vettvangi Félags háskólakennara, enda er ég í grundvallaratriðum sammála þeirri stefnu, sem þar kemur fram.2 Þar er að höfuðstefnu byggt á eðlilegum og óhjákvæmilegum akademískum viðmiðunum,3 sem um langan aldur hafa verið ríkjandi í hinu alþjóðlega háskólasamfélagi og munu ríkja þar áfram. Ber m.a. að hafa hugfast, að þær lágmarksviðmiðanir um fræðistörf o.þ.h., sem hér var vikið að, voru samdar af virtum og hæfum mönnum, sem sumir hverjir tengjast 2 f þessu felst ekki, að dómnefndir, sem fjalla um umsóknir um kennarastörf, séu að öllu leyti bundnar við þær viðmiðunarreglur, sem hér voru nefndar. Ljóst er, að þær hafa nokkurt svigrúm í því efni. í 7. mgr. 43. gr. háskólareglugerðar er m.a. sagt, að dómnefnd sé heimilt að hafa til hliðsjónar formlegt gæðakerfi Háskóla íslands, sem hlýtur að vísa til fyrmefndra viðmiðunarreglna, en sveigjanleikinn birtist í orðalaginu „til hliðsjónar". 3 Það, sem hér er sagt, táknar hins vegar ekki, að ég sé sammála öllum þeim viðmiðunum, sem þar koma fram, enda hafa m.a. virtir háskólakennarar bent opinberlega á suma ókosti gildandi reglna. Þar má m.a. nefna of lítið vægi fræðibóka, miðað við tímaritsgreinar o.þ.h., og ofuráherslu á kröfu um birtingu greina í ritrýndum fræðitímaritum á þeim sviðum þar sem þau hafa vart verið fyrir hendi. Einnig horfir undarlega við, að stundakennsla, sem menn hafa innt af hendi áður en þeir sækja um fast starf við Háskólann, er lítils metin samkvæmt núverandi röðunarkerfi. Þessa hnökra má þó vissulega alla lagfæra við eðlilega endurskoðun núverandi regluverks og kerfis. Er ekki að efa, að viðmiðunarkerfið muni breytast eitthvað á næstu árum, en sú staðreynd haggar þó ekki þeim meginviðhorfum, sem ég ber fram í þessari stuttu ritsmíð. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.