Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Side 57

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Side 57
þeim fyrir „atvinnulífið" svokallaða kunni stundum að vera tormælanlegur á þann kvarða skyndigróðans, sem sumir virðast vilja nota. A hinn bóginn verður að varast einangrun háskóladeilda og vitanlega geta háskólastarfsmenn miðlað mörgu til alls almennings sem ekki er auðfengið annars staðar. Fræðsluhlutverk háskólans gagnvart öllum almenningi jafnt sem sérgreindum hópum manna er óumdeilt. Allt það, sem hér var sagt, á vitaskuld jafnt við um lagadeild sem um aðrar háskóladeildir. Lagadeild hefur, að mínu mati, mjög góð tengsl við „atvinnulífið“, þ.e. við atvinnuumhverfi lögfræðinga, sem starfa á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Þessum tengslum er m.a. haldið uppi fyrir tilstilli stundakennaranna hér við deildina, sem koma af víðum starfsvettvangi eins og kunnugt er, en vafalaust gætum við ræktað betur samskipti okkar, föstu kennaranna, við stundakennara og deildin komið að því með skipulögðum hætti fremur en nú er gert. Þá skipta gestafyrir- lesarar við deildina - sem margir koma að sjálfsögðu úr „atvinnulífinu“ - veru- legu máli í þessu efni og mætti vissulega fjölga komum þeirra til okkar og skipuleggja framlag þeirra betur en verið hefur. Starfsemi Hollvinafélags laga- deildar, sem við metum öll mikils, hefur hér einnig sitt að segja. Lagakennarar í föstum störfum hafa jafnframt löngum gegnt ýmsum nefndarstörfum og öðr- um trúnaðarstörfum í samfélaginu, bæði á sviði lögfræði og utan hennar, og hefur sú tilhögun gefist vel. Um einangrun lagakennara (í fræðum eða félags- lega) hefur hér aldrei verið að ræða, mér vitanlega. Best mun fara á því, að í lagadeild fari fyrst og fremst fram kennsla á fræði- legum (akademískum) grundvelli, en haft verði samstarf við aðila utan deildar- innar um að hinir síðar nefndu annist kennslu á margvíslegum „praktískum" sviðum, sem verðandi lögfræðingar vilja eða þurfa að kynna sér. 10. HLUTASTÖRF OG TÍMABUNDIN STÖRF Verði þrátt fyrir allt talið æskilegt að auka enn tengsl lagadeildar við „at- vinnulífið“ frá því sem nú er (sem gæti hugsanlega verið réttlætanlegt í afmörk- uðum tilvikum) tel ég rétt, að í framtíðinni verði öðru fremur hugað að þeim möguleika að ráða kennara eða fræðimenn að deildinni í hlutastarfi, eins og há- skólareglugerð veitir heimild til, en þar má þó ekki slaka á fræðilegum hæfnis- kröfum við ráðningu. Hlutastörf af því tagi ættu einnig skilyrðislaust að vera tímabundin, en í staðinn mættu þau vera kostuð af aðilum utan deildarinnar, ef svo um semst. Óvíst er þó hvort þetta sé í raun heppilegur kostur í lagadeild, í fyrirsjáanlegri framtíð, en umræða þar um væri vissulega æskileg. Fastir kenn- arar deildarinnar verða annars að vera hér í fullu starfi með þeim skyldum og ábyrgð sem því fylgir, enda þótt aukastörf, er ekki krefjast of mikils tíma og orku, séu þeim heimil innan strangra hófsemdarmarka! Gæta verður þess m.a., að of mikil tengsl einstakra kennara við tiltekna aðila í „atvinnulífinu“ kunna að skapa hættu á því, að þeir gæti ekki fræðilegrar hlutlægni við rannsóknir og kennslu. 51

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.