Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 59
Á VÍÐ OG DREIF
SKÝRSLA UM LAGASTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS 27. FEBRÚAR
1999 TIL 1. MARZ 2000
1. STARFSLIÐ
Þessir kennarar voru í fullu starfi við Lagstofnun 1999-2000: Bjöm Þ. Guð-
mundsson, Davíð Þór Björgvinsson (í leyfi), Eiríkur Tómasson, Gunnar G.
Schram, Jónatan Þórmundsson, Páll Hreinsson, Páll Sigurðsson, Ragnheiður
Bragadóttir, Sigurður Líndal, Stefán Már Stefánsson, Viðar Már Matthíasson og
Þorgeir Örlygsson (í leyfi).
2. STJÓRN
Stjóm stofnunarinnar var kosin á fundi í lagadeild 4. marz 1999 til næstu
tveggja ára. Hana skipa Bjöm Þ. Guðmundsson, Davíð Þór Björgvinsson (í
leyfi), Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal. Viðar Már Matthíasson var
kosinn varamaður. Stjórn Orators hefur tilnefnt Gunnar Þór Þórarinsson laga-
nema í stjómina. Sigurður Líndal gegnir starfi forstöðumanns til ársfundar
2001. Stjómin hélt 2 fundi á tímabilinu 4. marz 1999 - 1. marz 2000 (auk fund-
ar 14. marz), auk þess sem stjómarmenn, tveir eða fleiri, hafa rætt málefni
stofnunarinnar þegar tilefni hafa gefizt. Ársfund átti að halda 13. apríl 2000 en
hann frestaðist af óviðráðanlegum ástæðum.
3. RANNSÓKNIR 1999-2000
Rannsóknir og ritstörf kennara í fullu starfi við lagadeild sem teljast starfa
við Lagastofnun:
Björn Þ. Guðntundsson
Rannsóknir:
Unnið að riti á sviði stjómsýsluréttar sem mun koma út í bók á árinu 2000.
Davíð Þór Björgvinsson
Ritstörf:
Álitsgerð um Schengensamstarfið og íslensku stjómarskrána. Fylgiskjal IV
með tillögu til þingsályktunar um fullgildingu samnings sem ráð Evrópusam-
bandsins og lýðveldið ísland og konungsríkið Noregur gera með sér um þátt-
töku hinna síðamefndu um framkvæmd, beitingu og þróun Schengengerðanna.
(Lögð fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999-2000). Sérprent bls. 117-148.
Meðhöfundar Viðar Már Matthíasson og Stefán Már Stefánsson.
Álitsgerð um Schengensamninginn og íslensku stjómarskrána í ljósi samn-
ings milli ráðs Evrópusambandsins og Islands um framkvæmd, beitingu og þró-
53