Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 24

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 24
2.2.7 Söluhlutur skal vera í samræmi við kröfur opinbers réttar Samkvæmt f-lið 2. mgr. 15. gr. nkpl. skal söluhlutur vera í samræmi við þær kröfur opinbers réttar sem gerðar eru í lögum eða opinberum ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli laga á þeim tíma sem kaup eru gerð, ef neytandinn ætlar ekki að nota hlutinn á þann hátt að kröfurnar séu þýðingarlausar. Akvæðið er sambærilegt því sérákvæði sem var í 1. málsl. 3. mgr. 17. gr. kaupalaga nr. 50/2000 og var þar takmarkað við neytendakaup. Akvæðið hefur yfirleitt ekki mikla sjálfstæða þýðingu í lausafjárkaupum en er þó mikilvægt þegar um öryggisráðstafanir og ýmis stöðluð ákvæði í lögum og reglugerðum er að ræða.26 Þetta á einkum við um almennar reglur, t.d. um bifreiðar og eiginleika rafmagnshluta, sbr. úr tíð eldri kpl. H 1948 232 (bátur í haffæru ástandi) og H 1967 960 (raflampar). Ákvæðið á einnig við um einstakar ákvarðanir, t.d. stjómvaldsákvörðun eða dóm sem bannar sölu tiltekinnar framleiðslu. Sjá til athugunar úr tíð eldri kpl. eftirtalda dóma þar sem framangreind sjónarmið koinu til skoðunar: H 1948 232 (bátur í haffæru ástandi) A og B keyptu bát af C með afsali 2. október 1941. C skýrði svo frá að báturinn væri allur nýyfirfarinn og tekinn úr honum fúi sem fundist hefði. Hins vegar var ekki tekið fram í afsali hvort báturinn væri seldur í haffæru ástandi eða í því ástandi sem hann var þá í. Seinna var viðurkennt undir málflutningi, að báturinn væri seldur í „ríkisskoðunarstandi". Er báturinn var skoðaður 8. október 1941 og 23. janúar 1942 fannst ekkert athugavert en í febrúar 1942 varð vart við mikinn fúa í böndum og byrðing bátsins. Við nákvæma skoðun kom í ljós að báturinn var allur undirlagður í fúa. Héraðsdómur taldi að frágangur viðgerðar fyrir sölu hefði verið þannig að blekkt hefði verið um raunverulegt ástand hans og væru seljendur því skaðabótaskyldir. Hæstiréttur lagði áherslu á að viðurkennt hefði verið í málinu að báturinn hafi við söluna átt að vera haffær og fullnægja í því efni ákvæðunt laga um öryggi skipa. Sá skipaskoðunarmaður sem hafi gefið bátnum haffærisvottorð við söluna hafi hins vegar lýst því yfir að honum hefði aldrei komið til hugar að gefa bátnum vottorð hefði hann vitað hið sanna um ástand hans. Þegar þetta var virt, og svo það að á bátnum var leyndur galli við sölu, var seljandinn talinn skaðabótaskyldur. H 1967 960 (raflampar) A keypti raflampa af B, framleiðanda þeirra. Eftir afhendingu komu í ljós verulegir gallar á lömpunum. Kaupandi höfðaði mál á hendur framleiðanda til riftunar á kaupunum. í málinu var lagt fram vottorð Rafmagnseftirlits ríkisins. Þar sagði að frágangur lampanna hefði verið þess eðlis að samþykkt eftirlitsins hefði ekki fengist. Þá sagði einnig í vottorðinu að án breytinga gætu lampamir ekki talist söluhæf vara. Kaupandi taldi þessa galla vera verulega og því væri sér heimilt að rifta kaupunum. Héraðsdómur taldi að gallar á lömpunum hefðu verið svo margvíslegir að brotið hefði verið gegn ákvæðum reglugerðar um raforkuvirki nr. 61/1933 og því yrði að 26 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 836, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3803. 208
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.