Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 6
4
Athöfnin hófst með því, að lúðrakvartett úr Sinfóníuhljóm-
sveit íslands lék Introitus um stef úr Þorlákstíðum, er dr.
Róbert A. Ottósson samdi. Á meðan stefið var leikið, gengu
rektor, háskólaráðsmenn og aðrir kennarar í salinn.
Rektor, prófessor Ármann Snœvarr, flutti ræðu þá, er hér
fer á eftir:
Hæstvirti menntamálaráðherra, sendiherrar erlendra ríkja,
kæru samkennarar og slúdentar og aðrir háttvirtir áheyrendur.
I.
Ég býð yður öll velkomin til þessarar háskólahátíðar, sem
stofnað er til að venju fyrsta vetrardag til að fagna nýju
háskólaári og nýjum stúdentum. Ég býð sérstaklega velkominn
hæstvirtan menntamálaráðherra, og þakka honum þá sæmd,
er hann sýnir Háskólanum með því að sækja háskólahátíð.
Við upphaf þessarar háskólahátíðar vil ég minnast tveggja
kennara Háskólans, sem látizt hafa á árinu.
Benedikt Jakobsson, íþróttakennari Háskólans, er lézt 29.
marz s.l., 61 árs að aldri, var tengdur Háskólanum allt frá
1932 eða í 35 ár, en fastur kennari varð hann 1942. Hann
starfaði af alkunnum áhuga og þrótti að íþróttamálum stúdenta
og var hinn vaskasti maður í hvívetna, ötull og úrræðagóður,
góðviljaður og drenglundaður.
Prófessor Kristinn Stefánsson lézt hinn 2. september s.l.
Hann var meðal elztu kennara Háskólans og hafði kennt fræði-
grein sína, lyfjafræði, í þrjá áratugi, er hann féll frá, 63 ára
að aldri. Með prófessor Kristni er genginn mikilsvirtur háskóla-
kennari, áhugasamur og dugmikill, er gekk að hverju starfi
af ötulleik og einbeitni. Hann var maður athafna og atorku,
einarður, fjörmikill og vekjandi, þegnskaparmaður í hvívetna,
er lét sér annt um sæmd og gengi Háskólans.
Kennarar og stúdentar minnast með virðingu og þökk þess-
ara mætu kennara, er önduðust mjög um aldur fram.