Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 33
verandi formanns Stúdentaráðs, Skúla Johnsens, og min. Náð-
ist fljótlega ágæt samstaða milli Stúdentaráðs og háskólaráðs
um málið, er sömdu um það lagafrumvarp og reglugerðarfrum-
varp. Menntamálaráðherra hefir ávallt sýnt málinu góðan skiln-
ing og velvild, og beitti hann sér fyrir lagasetningu um það, sbr.
nú lög nr. 33, 20. apríl 1968. Með reglugerð, sem staðfest var
31. maí s.l., er kveðið svo á, að þessi stofnun taki til starfa
þegar i stað. Er henni í stuttu máli ætlað að annast rekstur
og bera ábyrgð á félagslegum fyrirtækjum í þágu stúdenta hér
við Háskólann, og beita sér fyrir eflingu þeirra. Á hún m. a.
að taka við stjórn og skuldbindingum stúdentagarðanna, sjá um
byggingu og reksíur félagsheimilis stúdenta, taka við rekstri
Ilótel Garðs, stjórn og rekstri kaffisölu og bóksölu, og annast
úthlutun fjár til einstakra félaga og úr stúdentaskiptasjóði o. fl.
Stjórn stofnunar er skipuð 5 mönnum, þremur samkv. tilnefn-
ingu Stúdentaráðs, einum tilnefndum af menntamálaráðherra,
og einum, er háskólai'áð tilnefnir. Hin nýja stjórn hefir þegar
verið skipuð, og eru þessir aðalmenn í hinni fyrstu stjórn:
Björn Bjarnason, stud. jur., Guðmundur Þorgeirsson, stud. med.
og Þorvaldur Búason, verkfræðingur, tilnefndir af Stúdentaráði,
Stefán Hilmarsson, bankastjóri, tilnefndur af menntamálaráð-
herra, og próf. Guðlaugur Þorvaldsson, er háskólaráð tilnefndi.
Með hinni nýju stofnun er yfirstjórn félagslegra fyrirtækja há-
skólastúdenta og forysta um eflingu þeirra komin á eina hönd
og samhengi tryggt í ríkara mæli en nú er. Eru miklar vonir
tengdar við hina nýju stofnun, — og ég er persónulega þeirrar
skoðunar, að þessi stofnun sé álitlegasta úrræðið, sem völ er á,
til að þoka áfram úrbótum um félagssíofnanir stúdenta, svo að
um muni. Vegna háskólaráðs og starfsmanna Háskólans árna
ég Félagsstofnun stúdenta allra heilla og góðs gengis. Háskóla-
ráð vill árétta heillaóskir sínar til Félagsstofnunar stúdenta
og stúdenta allra með því að veita stofnuninni 5 milljón króna
styrk úr happdrættisfé til þess að koma á fót félagsheimili
stúdenta, og háskólaráð fulltreystir því, að ríkisstjórnin muni
tryggja eigi lægri fjárhæð til félagsheimilisins. Hefi ég rætt
málið við menntamálaráðherra og fjármálaráðherra og fengið