Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 12
10
úr búi Vestur-lslendings, Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli
í Vopnafirði, er verja skal til að treysta tengsl Háskóla Mani-
tobaríkis í Winnipeg og Háskóla Islands, einkum með því að
háskólarnir skiptist á fræðimönnum og sérfræðingum til fyrir-
lestrahalds og kennslu. Sá hluti dánargjafarinnar, sem afhentur
hefir verið Háskólanum, nemur tæpri einni og hálfri milljón
ísl. króna, og er ein mesta dánargjöf, er Háskólanum hefir
nokkru sinni borizt. Páll Guðmundsson var bóndi í Leslie í
Saskatchewan í Kanada, fæddur hér á landi, en fór vestur til
Kanada 1911 ásamt foreldrum sínum og systkinum. Þakkar
Háskólinn þessa stórkostlegu gjöf og blessar minningu gefand-
ans, sem lézt 11. maí 1966.
Með bréfi hinn 18. október s.l. til mín skýrir stjórn Volks-
wagenwerks í Hannover frá því, að ákveðið hafi verið að af-
henda Háskóla Islands 150.000 þýzk mörk, eða 1.6 milljónir
íslenzkra króna, til kaupa á vísindaritum fyrir Háskólann, svo
og til að skiptast á vísindamönnum milli Þýzkalands og Islands
o. fl. Þessi stórkostlega gjöf er mikils virði og lýsir mikilli vin-
semd í garð Háskólans. Verður fé þetta að miklu liði á næstu
árum við uppbyggingu háskólabókasafns. Metur Háskólinn
mikils þessa stórmyndarlegu gjöf.
V.
Heimsóknir erlendra vísindamanna til Háskólans fara mjög
í vöxt, og er Háskólanum og Háskólans mönnum mikill styrkur
og ánægja að þeim. Flestir vísindamennirnir flytja hér fyrir-
lestra og ræða við starfsbræður sína hér. Eru þessar heim-
sóknir vekjandi og mikilvægar frá visindalegu sjónarmiði, og
ætla ég, að hér sé eigi um lítilvæga landkynningu að ræða.
S.l. ár fluttu 20 erlendir vísindamenn fyrirlestra í boði Há-
skólans, og hafa aldrei jafnmargir fyrirlestrar verið fluttir á
einu háskólaári. Einn gistiprófessor dvaldist hér við Háskól-
ann um sex vikna skeið, og var honum boðið í skjóli hinnar
ágætu gjafar Landsbanka Islands frá 1961. Þessu sinni var það
danskur hagfræðingur, Aage la Cour, deildarstjóri í Hagstof-
unni dönsku, sem valdist til þessa starfs, en hann er fjórði