Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 42
40
Skylda prófessora lil setu á deildarfundum o. fl.
Um þetta efni lét háskólaráð uppi það álit á fundi 15. febrúar
1968, „að prófessor sé tvímælalaust embættisskylda að sækja
deildarfundi, nema lögmæt forföll bagi, er séu tilkynnt jafn-
skjótt og tilefni verður til. Jafnframt er það skoðun háskóla-
ráðs, að prófessor sé almennt skylt að sinna störfum í deild,
er deildarforseti kveður hann til eða deildin."
Námskeið fyrir kandídata.
Nokkur fjárveiting var tekin upp i fjárlög fyrir árið 1968
í þessu skyni að ósk Háskólans.
Kennsla í félagsfræði, félagsráðgjöf og félagssýslu.
Félagsfræðinefnd skilaði tillögum til háskólaráðs um kennslu
í ofangreindum greinum snemma árs 1968. Var það tillaga
nefndarinnar að stefna skyldi að því að koma á fót kennslu
í þessum greinum hið fyrsta, og benti nefndin á þann mögu-
leika, að kennslan færi fram á vegum viðskiptadeildar. Nefndin
gerði grein fyrir þjóðfélagslegum þörfum á sérmenntuðu fólki
á þessum sviðum og setti fram meginhugmyndir um uppbygg-
ingu kennslunnar og hvað skyldi kennt til B.A.-prófa. Þá reif-
aði nefndin sjónarmið um kennaralið, og taldi hún, að þörf
væri á einum prófessor, er skipulegði kennslima, og fljótlega
3 lektorum með launum samkv. 22. launaflokki.
Á fundi háskólaráðs 21. marz 1968 var gerð eftirfarandi
ályktun út af tillögum félagsfræðinefndar:
„Háskólaráð lýsir ánægju sinni yfir álitsgerð og tilllögu
félagsfræðinefndar.
Háskólaráð telur mikilvægt að hafizt verði handa um kennslu
í þeim greinum, sem tillögurnar lúta að, jafnskjótt og frekast
eru föng á.
Háskólaráð er í meginatriðum sammála tillögum nefndarinn-
ar um þá tilhögun á kennslu, sem þar er bent á, svo og áætlun
hennar um starfslið í þágu kennslunnar.
Háskólaráð felur rektor að kynna þessar tillögur fyrir ríkis-