Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 9
7
ir veikinda, og annast prófessor Magnús Már Lárusson kennslu
hans, en þeir Jón Sveinbjörnsson, lektor, og Jón Hnefill Aðal-
steinsson, fil. lic., hafa á hendi kennslu prófessors Magnúsar í
guðfræðideild.
Nýr gistiprófessor í bandarískum bókmenntum með styrk
frá Fulbrightstofnuninni er kominn hingað að skólanum. Er
það prófessor Benjamin Hickok frá ríkisháskóla Michigan í
East Lansing. Hann er áttundi gistiprófessorinn, sem starfar
hér við Háskólann með styrk frá Fulbrightstofnuninni, og met-
ur Háskólinn mikils þetta liðsinni, er styrkir mjög enskukennsl-
una. Það var mikil ánægja fyrir Háskólann, að Fulbright öld-
ungadeildarþingmaður flutti fyrirlestur hér í Háskólanum á
s.l. vetri í boði Fulbright-nefndarinnar, en liðsinni þeirrar stofn-
unar við íslenzka menntamenn er vissulega mikils virði.
Háskólinn minnist með mikilli þökk starfs allra hinna er-
lendu sendikennara hér við Háskólann. Þeir eru að mestu leyti
launaðir frá heimalöndunum, en starf þeirra hér er mjög mik-
ilvægt fyrir Háskólann.
Vil ég vekja sérstaka athygli íslenzkra menntamanna og ís-
lenzkrar þjóðar á þessum veigamikla stuðningi við starfsemi
Háskólans.
Á s.l. sumri kvöddu háskólakennarar Donald M. Brander,
M.A., er gegnt hefir sendikennarastarfi í ensku með styrk frá
British Council um 9 ára skeið af áhuga, alúð og kostgæfni.
Minnist ég með þökk starfs þessa mæta og vinmarga kennara,
sem vann mikið starf til styrktar menningartengslum Bretlands
og fslands. Því miður hefir British Council ekki séð sér fært
af f járhagsástæðum að senda hingað til Háskólans nýjan sendi-
kennara, en það er von Háskólans, að ekki líði á löngu, unz
sendikennari komi að nýju á vegum þeirrar stofnunar. Fram-
lag hennar til enskukennslunnar hér við Háskólann um rösk-
lega þrjátíu ára skeið hefir verið mikils virði, allt frá 1934,
er fyrsti enski sendikennarinn kom hingað að Háskólanum.
Má geta þess, að British Council hefir sent hingað miklar bóka-
gjafir og kennslugögn og stutt kennsluna á margvíslegan ann-
an hátt með ráðum og dáð.