Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 28
26
m.
Það er mikil lenzka hér að ræða við tækifæri sem þessi
um það, sem áfátt er. Hins er síður gætt, að ræða það, sem
áunnizt hefir í starfi stofnunar. Á þessum áratug hafa orð-
ið miklar breytingar til hins betra i starfsemi Háskólans, og
langar mig til að rifja upp fáein atriði, er þar skipta máli.
Fjárveitingar á fjárlögum til Háskólans á árunum 1960—1968
hafa sexfaldazt, hækkað úr 7.1 millj. í nálega 42 millj. kr. Fyrir
utan þetta eru þó fjárveitingar til fjárfestingarframkvæmda,
svo sem 6.5 millj. kr. stofnframlag til Raunvisindastofnunar Há-
skólans, fjárveitingar til Félagsheimilis stúdenta, til stúdenta-
garðanna o. fl. Fjárveitingar til rekstrar Raunvísindastofnunar,
sem er arftaki Eðlisfræðistofnunar, hafa einnig nálega sex-
faldazt og eru nú um 7 millj. kr. Fjárveitingar til Handrita-
stofnunar íslands hafa einnig sexfaldazt frá fyrsta starfsári
hennar, en auk þess hefir ríkið tekið að sér að reisa húsnæði
fyrir stofnunina, svo sem kunnugt er. Rekstrarfé tilrauna-
stofnunar Háskólans að Keldum hefir og rösklega fimmfaldazt.
Hækkun á fjárveitingum til Háskólans er út af fyrir sig ekki
vísbending um, að starfsemin hafi aukizt að umfangi, því að
rekstrarútgjöld hækka árlega í þessu landi verðbólgu. Þarf því
að athuga einstaka þætti starfseminnar, og kemur þá m. a.
þetta í ljós:
1. Prófessorar voru 1960 32, en eru nú 46, en auk þess eru
6 prófessorsembætti óveitt. Til viðbótar taka nokkrir kennarar
prófessorslaun fyrir störf sín. Fjölgun er því hér úr 32 í a. m. k.
52 prófessorsembætti og mætti þó nefna tölurnar 55 eða 56,
eftir því, hvernig það mál er virt. Dósentar voru árið 1960 14,
en eru nú 28, og lektorar voru 1960 6, en eru nú 10, þar af
eru 6 fastir starfsmenn. Til viðbótar þessu kemur svo geysilega
mikil fjölgun á stundakennurum í flestum deildum. Við fjölgun
kennaraembættanna hefir það skipt mestu, að ríkisstjórnin sam-
þykkti kennaraáætlunina frá 1964, er háskóladeildir og há-
skólaráð sömdu.
2. Fjárveitingar til bókakaupa af ríkisfé hafa fimmfaldazt