Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 22
20
>
pólitík, markaða stefnu í vísindamálum. Ég get því miður ekki
rætt þetta mál í dag, en bendi á, að þessum málum verður ekki
ráðið til lykta með nefndaskipunum, og er nauðsynlegt, að
fastri stofnun eða ráði — vísindaráði með aðild Háskólans og
vísindastofnana — verði komið á fót og fjalli um þessi mikil-
vægu mál. Jafnframt þarf að hugleiða, hvort ekki sé tímabært
að mynda annaðtveggja vísindamálaráðuneyti eða a. m. k. sér-
staka vísindadeild innan menntamálaráðuneytisins, svo sem er
víða um lönd.
Ég hefi að undanförnu farið nokkuð rækilega yfir sögu há-
skólamálsins á þingi og utan þess allt til þess, er háskólalögin
frá 1909 voru sett. Uppistaðan og ívafið í því máli var sá skiln-
ingur landsmanna, að sjálfstæðismálið og háskólamálið væru
nátengd — að ein af forsendum sjálfstæðis íslenzks þjóðfélags
væri sú, að hér yrði reistur öflugur háskóli. Forvígismenn
þessa máls, hinir ágætustu synir þessarar þjóðar, ólu þá von,
að Háskólinn yrði höfuðstofnun þjóðarinnar til menningarlegra
átaka, miðstöð og mundang visindalegrar starfsemi, aflvaki
frjórra hugmynda, mæniás æðri menntunar. Mér kemur ekki
til hugar, að þá hafi órað fyrir því, hve fátæklega hefir lengst-
um verið gert til Háskólans. Á þessum tímamótum, er síðasti
þriðjungur aldarinnar hefst, skulum við strengja þess heit, að
fullkomin aldahvörf verði í aðbúnaðinum að Háskólanum, sem
í raun og sannleika er og verður stofnun Jóns Sigurðssonar.
Mig langar að lokum að minna yður á orð, er einn helzti
menntamaður þjóðarinnar, dr. Jón Þorkelsson, mælti við með-
ferð frumvarps til háskólalaga á þinginu 1909:
„Háskóli sá, er nú viljum vér koma á fót, á að verða arinn
og miðstöð allrar menningar vorrar, sem oss svo lengi og til-
finnanlega hefur vantað og oss svo hörmulega og óskaplega
hefur fyrir þrifum staðið. Slikt miðból hefur hvergi til verið
allt til þessa, og fræðidísin íslenzka hefur eiginlega hvergi
átt heima.“
1 þessum orðum hins merka fræðimanns og ágæta skálds
felst brýning til okkar allra, til okkar Háskólans manna um
að leggja okkur alla fram í störfum og ekki síður til stjórn-