Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 139
137
c. Námsefni.
Verkfræðideild veitir kennslu í undirstöðugreinum raunvísinda
og verkfræði, svo sem:
1. Til fyrrihlutaprófs í byggingar-, véla- og rafmagnsverkfræði.
2. Til B.A.-prófs í raungreinum.
3. Einstökum raungreinum í þágu annarra deilda, eftir því, sem
ákveðið er á hverjum tíma, enda hafi stúdent næga undirbún-
ingsmenntun að mati deildarinnar.
4. Deildin getur staðið fyrir námskeiðum til upprif junar eða við-
bótamáms fyrir þá, sem lokið hafa háskólaprófi í verkfræði
eða öðrum raunvísindum.
5. Kennslu og próf í fleiri greinum getur deildin tekið upp sam-
kvæmt ákvörðun háskólaráðs, þegar fé er veitt til.
Nú eru kenndar eftirtaldar greinir við deildina, en nánar skal
kennslugreinum lýst í námskrá, sem deildin semur og lögð er
fram í upphafi kennsluárs.
1. Byggingarverkfræði.
Til fyrrihlutaprófs í byggingarverkfræði eru kenndar grein-
irnar stærðfræði, hagnýtt stærðfræði, rúmfræði, aflfræði, eðlis-
fræði, efnafræði, teiknifræði, hagfræði, jarðfræði, burðarþols-
fræði, vélfræði, efnisfræði, húsagerð og landmæling.
2. Vélaverkfræði.
Til fyrrihlutaprófs í vélaverkfræði eru kenndar greinirnar
stærðfræði, hagnýtt stærðfræði, rúmfræði, aflfræði, eðlisfræði,
efnafræði, teiknifræði, hagfræði, burðarþolsfræði, vélfræði, efn-
isfræði og raftækni.
3. Rafmagnsverkfræði.
Til fyrrihlutaprófs í rafmagnsverkfræði eru kenndar grein-
irnar stærðfræði, hagnýtt stærðfræði, rúmfræði, aflfræði, eðlis-
fræði, efnafræði, teiknifræði, hagfræði, burðarþolsfræði, vél-
fræði, efnisfræði og raftækni.
4. Raungreinir til B.A.-prófa.
Einstakar raungreinir til B.A.-prófa eru stærðfræði, eðlis-
fræði, efnafræði, líffræði (grasa-, dýra- og heilsufræði) og
landa- og jarðfræði. Eitt, tvö eða þrjú stig má taka í stærðfræði,
eðlisfræði og líffræði, eitt eða tvö stig í landa- og jarðfræði og
18