Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 123
121
húsnæði, er hér með lögboðin í þeim starfsþáttum, sem 8. gr.
vitnar til. Þeir eru í þessum greinum:
Grein 2:2. (Hlutverk ...) að afla erlendra rita í öllum grein-
um vísinda, lista, tækni og samtíðarmálefna.
Grein 6, óbreytt frá 1949 að því er varðar innheimtu og ráð-
stöfun skyldueintaka frá prentsmiðjum, hefur 2. málsgr. á þessa
leið, rýmkaða frá því, er var 1949: Safnið skal halda uppi og
greiða fyrir bókaskiptum við erlend söfn og vísindastofnanir.
Grein 7: Landsbókasafn skal hafa samvinnu við önnur bóka-
söfn og sérfræðibókasöfn, sem ríkisstofnanir og félög eiga, um
bókakaup og bókalán. Halda skal uppi sérstakri skráningar-
miðstöð fyrir sérfræðibókasöfn.
Grein 9 (2.—3. málsgr.) miðast m. a. við 8. gr. og varðar
Hbs. og Lbs.:
Heimilt er að skipta safninu i deildir. Heimild þessi nær jafn-
framt til starfrækslu þeirrar, er leiðir af 8. gr. — Menntamála-
ráðherra skipar bókaverði og aðra starfsmenn safnsins að
fengnum tillögum landsbókavarðar. Um tölu þeirra fer eftir
því, sem fé er veitt til í fjárlögum.
Grein 12: 1 Landsbókasafni skal vera myndastofa, og annist
þeir, sem þar starfa, alla myndagerð fyrir safnið, en þjóni jafn-
framt öðrum opinberum stofnunum, eftir því sem við verð-
ur komið.
Grein 14: 1 Landsbókasafni skal vera bókbandsstofa, og
bindi starfsmenn hennar bækur safnsins og rit, en veiti jafn-
framt Þjóðskjalasafni þjónustu, svo sem verið hefur.
1 tengslum við 8. gr. er einnig þetta ákvæði í 11. gr.: Há-
skólaráð skipar safninu [Lbs., ásamt Hbs.] jafnframt [bóka-
vörðunum] ráðunauta um bókaval, svo marga og í þeim grein-
um, er ástæða þykir til. Starf þeirra er ólaunað.
Loks fjallar 13. gr. um setning reglugerðar og bætir við:
Um samstarf Háskólabókasafns og Landsbókasafns, svo og um
þjónustu við Háskóla Islands og stofnanir hans, skal sett sér-
stök reglugerð í samræmi við 8. og 9. gr. þessara laga og 2.
og 36. gr. laga um Háskóla Islands.
16