Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 32
30
garður verið reistur síðan 1943. Félagslegir hagir stúdenta
hafa tekið miklum stakkaskiptum síðustu 12—15 árin, m. a.
vegna þess, að nú er það stórum tíðara en áður var, að stúdent-
ar gifti sig, meðan á námi stendur. Varasamt er að nefna tölur
í því sambandi, en almennt mun talið, að ekki minna en 40%
af stúdentum hér við Háskólann séu giftir. Hjúskaparhagir
allra kandídatanna nú í vor í fjórum greinum hafa verið athug-
aðir, og eru 42 kandídatar í þeim hópum. Eru 31 þeirra giftir
eða 74%. Þegar þetta er virt, er sýnt, að úrlausn í húsnæðis-
málum stúdenta verður á aðra lund en áður var, þegar stú-
dentagarðar voru reistir fyrir einhleypa stúdenta. Nú er þörf-
in brýnust á stúdentaheimilum fyrir gifta stúdenta og þjón-
ustustofnunum ýmsum, og er þeirra þegar völ á Norðurlönd-
um, eins og kunnugt er. Þetta mál var rækilega athugað af
nefnd, er Stúdentaráð skipaði fyrir fáum árum. Þá ber einnig
að minna á aðra erfiðleika, svo sem varðandi húsnæði fyrir
bóksölu stúdenta og fyrir deildarfélögin, svo og húsnæði fyrir
ýmis önnur félög, þ. á m. fyrir Stúdentafélag Háskólans. Svo
sem áður hefir verið skýrt frá, hafa nefndir, skipaðar af Stú-
dentaráði og háskólaráði og menntamálaráðherra, starfað að
því að undirbúa félagsheimili stúdenta, sem ætlað er að bæta
úr ýmsum þeim þörfum, sem greindar voru, og þó ekki þörf-
um um stúdentagarða. Hafa þær nefndir leyst af hendi mikils-
metið starf. Fjárveitingar hafa fengizt á fjárlögum til félags-
heimilis síðan 1964, að jafnaði 800.000 krónur á ári, en auk
þess hafa borizt framlög frá fyrri nefndum um þetta mál, svo
og hin mikilsmetna gjöf bekkjarfélaga, vina og vandamanna
Guðmundar heitins Jónassonar frá Flatey, sem áður hefir ver-
ið skýrt frá. Undanfarin ár hafa stúdentaráð og háskólaráð
unnið mikið undirbúningsverk, er horfir til að koma upp fastri
stofnun, Félagsstofnun stúdenta, með aðild menntamálaráðu-
neytis, Háskólans og allra skrásettra stúdenta við Háskólann.
Fyrirmynda hefir einkum verið leitað til Noregs, en skriður
komst á þetta mál, er tveir ágætir forystumenn í málefnum
stúdenta við Öslóarháskóla, þeir Kristian Ottosen og Tönnes
Andenæs, komu hingað heim haustið 1966 að frumkvæði þá-