Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 32

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 32
30 garður verið reistur síðan 1943. Félagslegir hagir stúdenta hafa tekið miklum stakkaskiptum síðustu 12—15 árin, m. a. vegna þess, að nú er það stórum tíðara en áður var, að stúdent- ar gifti sig, meðan á námi stendur. Varasamt er að nefna tölur í því sambandi, en almennt mun talið, að ekki minna en 40% af stúdentum hér við Háskólann séu giftir. Hjúskaparhagir allra kandídatanna nú í vor í fjórum greinum hafa verið athug- aðir, og eru 42 kandídatar í þeim hópum. Eru 31 þeirra giftir eða 74%. Þegar þetta er virt, er sýnt, að úrlausn í húsnæðis- málum stúdenta verður á aðra lund en áður var, þegar stú- dentagarðar voru reistir fyrir einhleypa stúdenta. Nú er þörf- in brýnust á stúdentaheimilum fyrir gifta stúdenta og þjón- ustustofnunum ýmsum, og er þeirra þegar völ á Norðurlönd- um, eins og kunnugt er. Þetta mál var rækilega athugað af nefnd, er Stúdentaráð skipaði fyrir fáum árum. Þá ber einnig að minna á aðra erfiðleika, svo sem varðandi húsnæði fyrir bóksölu stúdenta og fyrir deildarfélögin, svo og húsnæði fyrir ýmis önnur félög, þ. á m. fyrir Stúdentafélag Háskólans. Svo sem áður hefir verið skýrt frá, hafa nefndir, skipaðar af Stú- dentaráði og háskólaráði og menntamálaráðherra, starfað að því að undirbúa félagsheimili stúdenta, sem ætlað er að bæta úr ýmsum þeim þörfum, sem greindar voru, og þó ekki þörf- um um stúdentagarða. Hafa þær nefndir leyst af hendi mikils- metið starf. Fjárveitingar hafa fengizt á fjárlögum til félags- heimilis síðan 1964, að jafnaði 800.000 krónur á ári, en auk þess hafa borizt framlög frá fyrri nefndum um þetta mál, svo og hin mikilsmetna gjöf bekkjarfélaga, vina og vandamanna Guðmundar heitins Jónassonar frá Flatey, sem áður hefir ver- ið skýrt frá. Undanfarin ár hafa stúdentaráð og háskólaráð unnið mikið undirbúningsverk, er horfir til að koma upp fastri stofnun, Félagsstofnun stúdenta, með aðild menntamálaráðu- neytis, Háskólans og allra skrásettra stúdenta við Háskólann. Fyrirmynda hefir einkum verið leitað til Noregs, en skriður komst á þetta mál, er tveir ágætir forystumenn í málefnum stúdenta við Öslóarháskóla, þeir Kristian Ottosen og Tönnes Andenæs, komu hingað heim haustið 1966 að frumkvæði þá-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.