Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 40
38
fyrirlesturinn um raunhæf úrlausnarefni á sviði höfundarréttar,
en hinn síðari um nokkur atriði á sviði einkaleyfislaga og lög-
gjafar um óréttmæta verzlunarháttu.
Prófessor Shields Warren frá Harvard-háskóla flutti fyrir-
lestur í Háskólanum 26. júlí 1968 í boði Minningarsjóðs Níelsar
Dungals. Nefndist fyrirlesturinn „Radiation as a Carcinogen".
Gjafir.
1 október 1967 var skýrt frá mikilli dánargjöf, er Háskólan-
um barst. Arfleiddi Páll Guðmundsson frá Rjúpnafelli, búsett-
ur í Canada, Háskóla Islands og Manitobaháskóla að megin-
hluta eigna sinna til stofnunar sjóðs, er hafa skal það hlutverk
að styrkja tengslin milli þessara tveggja háskóla. Hefur Há-
skólinn fengið í sinn hlut 37.500 Can. $ eða ísl. kr. 1.494.250,
en skiptum í búinu er ekki lokð.
Með bréfi 18. október 1967 skýrðu forráðamenn Stiftung
Volkswagenwerk í Hannover frá því, að stofnunin gæfi Háskóla
Islands 150.000 mörk, einkum til kaupa á þýzkum vísindarit-
um og vísindatækjum. Háskólaráð samþykkti, að þessari miklu
gjöf yrði varið alfarið til kaupa á vísindaritum.
Með bréfi Utanríkisráðuneytis 8. marz 1968 var skýrt frá því,
að prófessor Paul Bauer hefði vegna „The Bauer Scientific
Trust“ gefið 5000 bandaríska dali til Raunvísindastofnunar Há-
skólans, er varið skal að ákvörðun stjórnar stofnunarinnar til
rannsóknarstyrkja. Guðmundi Pálmasyni, eðlisfræðingi, var
veittur styrkur af þessari gjöf til rannsókna á sérsviði sínu.
Sjóður.
1 ágúst 1968 afhenti Guðmundur Andrésson, gullsmiður í
Reykjavík, Háskólanum 100.000 krónur til stofnunar sjóðs til
styrktar stúdentum og kandídötum, ættuðum úr sýslunum um-
hverfis Breiðafjörð, til náms eða rannsókna við Háskóla Islands
eða í framhaldi af námi þar.
Styrkir.
1. Úr verðlaunasjóði dr. jur. Einars Arnórssonar voru Vé-
f!