Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 39
37
Erlendir fyrirlesarar.
Dr. Steingerður Ellingston hélt fyrirlestur í Háskólanum
14. september 1967 í boði heimspekideildar um samanburðar-
bókmenntir.
Próf. N. F. Bisgaard frá Tækniháskóla Danmerkur flutti fyr-
irlestra í Háskólanum 17. og 18. október 1967. Fjallaði sá fyrri
um hið nýja námsfyrirkomulag fyrir stúdenta í byggingaverk-
fræði við Tækniháskóla Danmerkur, en hinn síðari nefndist:
„Rumklimatiske problemer i nutidigt byggeri".
Próf. Jarl Gallén frá Helsingfors flutti tvo fyrirlestra í boði
Háskólans, hinn fyrri 16. okt. um sænskt og finnskt í sögu
Finnlands, og hinn síðari 19. okt. um sálusorgarastörf föru-
munka á miðöldum á Norðurlöndum.
Dr. Bjarke Fog, prófessor við Verzlunarháskólann í Kaup-
mannahöfn, flutti fyrirlestur í Háskólanum 26. okt. 1967. Fjall-
aði fyrirlesturinn um rannsóknir varðandi hagræðingu dreif-
ingarkerfisins. Einnig flutti próf. Fog fyrirlestra fyrir háskóla-
stúdenta, meðan hann dvaldi hér í október, um samræmið milli
verðmyndunarkenninga og verðákvörðunar í reynd.
Próf. Pierre Naert frá Abo flutti tvo fyrirlestra í boði Há-
skólans 15. og 16. nóvember. Fjallaði sá fyrri um mismunun
samhljóða í samstæðuröðum lengdarmunar í íslenzku og fær-
eysku, en hinn síðari nefndist: „Spjall um áhrif finnsku á Yfir-
kalixmálið í Norður-Svíþjóð.“
Próf. B. N.Semevsky frá Leningradháskóla flutti tvo fyrir-
lestra í boði Háskóla Islands 12. og 22. nóvember. Fjallaði sá
fyrri um meginreglur um svæðaskiptingu í Sovétríkjunum, en
hinn síðari um auðlindasvæði í Sovétríkjunum og hagnýtingu
þeirra.
Prófessor Stanley Nisbet, forseti heimspekideildar Glasgow-
háskóla, flutti fyrirlestur í boði Háskóla Islands og á vegum
British Council 8. apríl 1968. Fyrirlesturinn, sem fluttur var á
íslenzku, nefndist „Hlutverk skólamannsins í ört vaxandi þjóð-
félagi(C. Prófessor Stanley Nisbet er fæddur hér á landi.
Prófessor Seve Ljungman frá Stokkhólmsháskóla flutti tvo
fyrirlestra í boði lagadeildar 23. og 26. apríl 1968. Fjallaði fyrri