Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 7
5
n.
Á kandídataathöfn hinn 14. júní s.l. var því lýst, að á síð-
asta háskólaári hefðu verið brautskráðir 102 kandídatar frá
Háskólanum, og einn kandídat í guðfræði bættist við nú í haust.
Er þetta í fyrsta skipti í sögu Háskólans, að fleiri kandídatar
en 100 eru brautskráðir á háskólaári. Er það ekki ómerkur
áfangi í sögu skólans. Einn kandídat lauk doktorsprófi, Gunnar
Guðmundsson í læknisfræði. Fleiri nýstúdentar eru skráðir til
náms nú í haust en nokkru sinni fyrr, eða samtals 364, þar
af 33 erlendir stúdentar. Með þeim stúdentum, sem væntan-
lega bætast við í desember, ef að vanda lætur, munu ný-
skráðir stúdentar þetta háskólaár verða nærfellt 400.
Skiptast stúdentar svo á deildir:
Guðfræði....................................... 7
Læknisfræði, tannlækningar og lyfjafræði lyfsala 78
Lögfræði....................................... 43
Viðskiptafræði................................. 43
Heimspekideild................................ 147
Verkfræði og B.A.-nám í verkfræðideild....... 46
Stúdentar Háskólans eru nú samtals 1330 og hafa aldrei ver-
ið jafnmargir sem nú.
m.
Óvenjumiklar breytingar hafa orðið á kennaraliði og kenn-
araembættum frá síðustu háskólahátíð, og hafa aldrei bætzt
við jafnmörg ný embætti á einu ári sem þessu sinni.
Með lögum 41/1966 voru lögfest fimm ný prófessorsembætti,
í Norðurlandamálum, ensku, almennri sagnfræði, nútíma sagn-
fræði og lögfræði. Þrjú þessara embætta hafa verið veitt, en
tvö eru enn óveitt og hafa þau verið auglýst laus til umsóknar.
Prófessorsembættið í lögfræði var veitt Þór Vilhjálmssyni,
borgardómara og lektor, frá 1. febrúar 1967 að telja. Umsækj-
endur voru tveir.
Prófessorsembættið í sagnfræði var veitt Ólafi Hanssyni,