Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 29
27
frá árinu 1961, er fé var veitt á fjárlögum til þeirra, en slíkar
fjárveitingar féllu niður allar götur frá árinu 1920. Þá hefir
föstum starfsmönnum safnsins fjölgað úr einum í þrjá. Fé hef-
ir einnig verið veitt s.l. fjögur ár til lestrarsala fyrir stúdenta,
og er það nýr liður.
3. Á árunum 1962 og 1963 fengust viðurkenndir ýmsir fjár-
veitingarliðir, sem Háskólinn hefir notið síðan og komið hafa
að góðum notum. Má þar nefna fjárveitingu til stúdentaskipta,
til félagsstarfsemi stúdenta, til frjálsrar rannsóknarstarfsemi
og til orlofs háskólakennara.
4. Ef útgjöld ríkisins til Háskólans eru sett til viðmiðunar
í hlutfalli við þjóðarframleiðslu kemur fram, að þau hafa hækk-
að úr 0,10% 1945 í 0,15% 1967, en ef rekstrarútgjöld Háskól-
ans eru sett í tengsl við heildarríkistekjur er talið, að þessi
hlutdeild hafi verið 0.7% 1945, en að líkindum 0,8% árið 1967.
Er þar of lítill munur á. Hlutfallið milli fjármunamyndunar
Háskólans og fjármunamyndunar í mennta- og rannsóknar-
málum yfirleitt er örðugt að sannvirða af ýmsum ástæðum, en
ýmislegt bendir til, að það hlutfall hafi verið lægra á árunum
1956—1966 en á næsta áratug á undan, en hafi hins vegar
breytzt á árinu 1967 við byggingu Árnagarðs. Þó er þess að
geta, að Háskólabíó er ekki talið hér með, ef það er talið með,
myndu viðhorfin breytast. Hér er sumpart byggt á athugunum
Efnahagsstofnunar og sumpart á eigin athugunum, og er þetta
sett hér fram til fróðleiks og umhugsunar, en tímans vegna
get ég ekki rætt þessi mál hér í dag.
5. Á árunum 1960—1968 hefir verið lokið við eina stórbygg-
ingu, Háskólabíó, byggingu, sem er veigamikið fyrir bæjar-
félagið og landið í heild sinni að njóta, og Raunvísindastofnun
Háskólans, sem er geysilega mikilvæg bygging vegna þeirrar
rannsóknaraðstöðu, sem raunvísindamönnum er þar búin.
Að þriðju byggingunni, Árnagarði, er svo unnið nú, og standa
nokkrar vonir til þess, að unnt verði að taka hluta hennar í
notkun á háskólaárinu, sem í hönd fer. Nú er unnið að undir-
búningi ýmissa bygginga, einkum í þágu læknakennslu og einn-
ig í þágu hinnar almennnu kennslu, sem fram fer í háskóla-