Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 41
39
steini Ólasyni veitt verðlaun fyrir afburða góða meistaraprófs-
ritgerð í bókmenntasögu, en prófi lauk hann í janúar 1968.
2. tJr Minningarsjóði dr. Rögnvalds Péturssonar var Ey-
steini Sigurðssyni veittur 35000 króna styrkur til rannsóknar
á handritum Bólu-Hjálmars og til athugunar á stíl hans. Styrk-
urinn var veittur 14. ágúst 1968.
3. Stjórn Sjóðs Selmu og Kay Langvad fór þess á leit við
dr. Brodda Jóhannesson, skólastjóra, að hann heimsækti danska
kennaraskóla og flytti þar fyrirlestra. Skólastjórinn fór þessa
ferð í apríl 1969.
4. Samþykkt var að tillögu háskólaráðs Oslóarháskóla að
veita Arve Bang-Kittelsen, stud. med., 15000 króna styrk úr
Minningarsjóði norskra stúdenta.
5. Mælt var með umsókn Helga Björnssonar, stud. mag., um
Brunborgarstyrk. Umsækjendur voru fimm.
6. Árlega er óskað umsagna um ýmsar styrkumsóknir, þ. á
m. Kílarstyrk og Kölnarstyrk, þótt þess sé ekki getið í annál.
Háskólalög og háskólareglugerð.
Rektor samdi drög til frumvarps um breytingu á háskóla-
lögum. Hinn 19. okt. 1967 voru þeir prófessorarnir Bjarni Guðna-
son og Guðlaugur Þorvaldsson, svo og háskólaritari, kosnir í
nefnd til að kanna drögin og skila um þau áliti.
Reglugerð nr. 86, 29. des. 1967, varðandi 50. gr. reglugerðar
um nám í viðskiptadeild, er prentuð í Árbók 1966—1967, bls.
132.
Gengið var frá tillögum verkfræðideildar um breytingu á
56. og 57. gr. háskólareglugerðar, og voru tillögurnar staðfest-
ar með venjulegum hætti, sbr. rgj. nr. 64, 4. júní 1968, prent-
uð bls. 136.
Háskólaráð féllst á tillögu heimspekideildar um breytingu
á 52. gr. reglugerðar varðandi uppeldisfræði og próf í latínu.
Var reglugerðarbreytingin staðfest með venjulegum hætti, sbr.
rgj. nr. 65, 22. júni 1968, prentuð bls. 141.
Um lög og reglugerð um Félagsstofnun stúdenta, sjá þátt um
það efni.