Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 19
17
ig svo að fara, að meiri kröfur séu gerðar til stúdenta um
virka námsástundun. Eftir viðræður við stúdenta Háskólans
finnst mér skýrt, að á þessu hafi þeir fullan skilning.
Á það er oft bent, að fjöldi þeirra, sem Ijúka stúdentsprófi,
sé til muna lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum,
þegar Danmörk er undan skilin, þar sem hlutfallslegur fjöldi
er svipaður og hér á landi. Er þessi munur vissulega umtals-
verður, þar sem hlutfallstalan er hér 11,4%, en frá 18,5—
20,5% í löndunum þremur, sem vikið var að. Áður var sýnt
fram á, að í vændum er talsverð hlutfallsleg aukning hér á
landi næstu 4 árin. 1 nefndaráliti norskrar háskólanefndar frá
síðasta ári, þar sem Kristian Ottosen var formaður, víkur
nefndin að þeim möguleika, að árið 1985 muni 36—42% af
19 ára árganginum ljúka stúdentsprófi í Noregi, en leggur þó
engan dóm á þann tölulega möguleika — nú þegar ljúka 27%
af þeim árgangi í Ósló stúdentsprófi. 1 miklum umræðum út
af þessu nefndaráliti hafa menn véfengt, að svo stórfelld aukn-
ing geti átt sér stað, nema þá að námskröfur til stúdentsprófs-
ins verði lækkaðar, því að líkurnar séu gegn því að öllu meira
en 30% af einum aldursárgangi hafi námsgetu og námsþroska
til að ljúka stúdentsprófi. Ætla ég, að sú skoðun sé ekki fjarri
lagi, að því er varðar íslenzkt þjóðfélag. Könnun á þeim hluta
þjóðar, sem ætla má að hafi námsgetu til að Ijúka stúdents-
prófi, vekur raunar margar hugsanir. Er öruggt, að þjóðfélag-
inu sé fyrir beztu, að allir þeir, sem námsgetu hafa til að ljúka
stúdentsprófi, stefni að því marki? Er heppilegt, að mennta-
skólar og háskólar hafi einir ráð á þeim hluta þjóðar, sem
mesta hefir námsgetu eða greind? Ef þessi yrði þróunin hér
á landi, myndi það valda miklum breytingum, því að við, sem
vel þekkjum til margra þjóðfélagsstétta á landi hér, vitum full-
vel, að utan akademísku stéttanna hér á landi er fjöldi manna,
sem hefði haft alla burði til mikils háskólanáms. Ætla ég, að
sú þróun geti orkað tvímælis, er beinir öllum þessum mann-
fjölda inn á stúdentsbraut, enda eru nú margar aðrar leiðir
færar til góðrar og hagnýtrar menntunar undir bráðnauðsyn-
leg þjóðfélagsleg störf. Ég dreg vitaskuld ekki úr því, að menn
3