Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 19

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 19
17 ig svo að fara, að meiri kröfur séu gerðar til stúdenta um virka námsástundun. Eftir viðræður við stúdenta Háskólans finnst mér skýrt, að á þessu hafi þeir fullan skilning. Á það er oft bent, að fjöldi þeirra, sem Ijúka stúdentsprófi, sé til muna lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, þegar Danmörk er undan skilin, þar sem hlutfallslegur fjöldi er svipaður og hér á landi. Er þessi munur vissulega umtals- verður, þar sem hlutfallstalan er hér 11,4%, en frá 18,5— 20,5% í löndunum þremur, sem vikið var að. Áður var sýnt fram á, að í vændum er talsverð hlutfallsleg aukning hér á landi næstu 4 árin. 1 nefndaráliti norskrar háskólanefndar frá síðasta ári, þar sem Kristian Ottosen var formaður, víkur nefndin að þeim möguleika, að árið 1985 muni 36—42% af 19 ára árganginum ljúka stúdentsprófi í Noregi, en leggur þó engan dóm á þann tölulega möguleika — nú þegar ljúka 27% af þeim árgangi í Ósló stúdentsprófi. 1 miklum umræðum út af þessu nefndaráliti hafa menn véfengt, að svo stórfelld aukn- ing geti átt sér stað, nema þá að námskröfur til stúdentsprófs- ins verði lækkaðar, því að líkurnar séu gegn því að öllu meira en 30% af einum aldursárgangi hafi námsgetu og námsþroska til að ljúka stúdentsprófi. Ætla ég, að sú skoðun sé ekki fjarri lagi, að því er varðar íslenzkt þjóðfélag. Könnun á þeim hluta þjóðar, sem ætla má að hafi námsgetu til að Ijúka stúdents- prófi, vekur raunar margar hugsanir. Er öruggt, að þjóðfélag- inu sé fyrir beztu, að allir þeir, sem námsgetu hafa til að ljúka stúdentsprófi, stefni að því marki? Er heppilegt, að mennta- skólar og háskólar hafi einir ráð á þeim hluta þjóðar, sem mesta hefir námsgetu eða greind? Ef þessi yrði þróunin hér á landi, myndi það valda miklum breytingum, því að við, sem vel þekkjum til margra þjóðfélagsstétta á landi hér, vitum full- vel, að utan akademísku stéttanna hér á landi er fjöldi manna, sem hefði haft alla burði til mikils háskólanáms. Ætla ég, að sú þróun geti orkað tvímælis, er beinir öllum þessum mann- fjölda inn á stúdentsbraut, enda eru nú margar aðrar leiðir færar til góðrar og hagnýtrar menntunar undir bráðnauðsyn- leg þjóðfélagsleg störf. Ég dreg vitaskuld ekki úr því, að menn 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.