Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 140
138
eitt stig í efnafræði. Deildin getur með samþykkt ákveðið, að
unnt sé að taka þrjú stig í landa- og jarðfræði og tvö stig í
efnafræði. Heimilt er að velja sem aukagrein til eins eða tveggja
prófstiga einhverja af þeim huggreinum, sem kenndar eru við
gagnfræðaskóla og kenndar eru til B.A.-prófs í heimspekideild.
Deildin setur nánari ákvæði um samval greina.
d. Námstími o. fl.
Fyrrihlutanám í verkfræði miðast við þrjú ár og próf í lok
hvers árs, árspróf. Fullnaðarprófið, sem fólgið er í hinum þremur
ársprófum, er miðað við framhaldsnám í erlendum tækniháskól-
um, sem deildin hefur samband við.
Námskrá til B.A.-prófs skal miða við, að hvert prófstig svari að
jafnaði til 6—8 kennslustunda vikulega eitt háskólaár og að náminu
sé að fullu lokið á þremur árum, þar með talið uppeldis- og kennslu-
fræði og kennsluæfingar. Heimilt er að áskilja, að hluti námsefnis
skuli vera samning heimaritgerðar á 3. stigi.
Fyrrihlutaprófi í verkfræði og B.A.-prófi í raungreinum skal stú-
dent hafa lokið eigi síðar en f jórum árum frá því, að hann var skráð-
ur í deildina. Deildin getur lengt frestinn um eitt ár, ef hún telur
horfur á, að stúdent geti þá lokið prófinu, enda hafi hann ekki sýnt
vanrækslu í námi. Er frestur er útrunninn, skal má nafn stúdents
af stúdentatali. Nú innritast hann að nýju, og er gildi fyrri prófa þá
fallið.
í flestum kennslugreinum eru hafðar æfingar, munnlegar, skrif-
legar eða verklegar, og skal stúdent sækja þær á tilætluðum tíma.
Deildin setur reglur um það, hversu mikil þátttaka í æfingum og með
hverri frammistöðu skuli skyld. Hún getur og sett ákvæði um frammi-
stöðu stúdents í vissum prófum, áður en hann fái aðgang að verk-
legum æfingum.
57. gr.
Próf í verkfræðideild.
a. Prófgreinir.
Námsgreinum má skipta í ársgreinir og ársgreinum í deiligrein-
ir. Prófa má sérstaklega í einstökum greinarhlutum (ársgreinum,
deiligreinum) eða fleiri greinarhlutum sameiginlega, en prófgrein
nefnist sá greinarhluti eða samval greinarhluta, sem sérstök ein-
kunn eða einkunnir (munnleg, skrifleg, verkleg) eru veittar í.
1. Verkfræði.
Prófgreinum til fyrrihlutaprófs í verkfræði er skipt í tvo