Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 122
120
í maíbyrjun 1967, þar sem jafnframt var varað við sundrandi
úrlausn.
Á 150 ára afmæli Landsbókasafns 28. ágúst 1968 tilkynnti
menntamálaráðherra, að Reykjavíkurborg mundi, hvenær sem
væri, úthluta lóð við Birkimel fyrir hið umrædda safnhús. Vísir
að húsbyggingarsjóði hafði þá einnig myndazt og nýtur árlegs
framlags á fjárlögum. Mánuði síðar var birt frumvarp til laga
um Landsbókasafn Islands og fól í sér nokkrar breytingar frá
lögum þess, nr. 44/1949.
Eins og fram kom í athugasemdum með stjómarfrumvarpi
þessu, kom vonin um safnhús í jaðri háskólahverfis við Birki-
mel (árið 1974?) mjög við safnsmálum háskólans, og bóka-
safnsnefnd háskólans tók brátt þá afstöðu um haustið, að
skýrar þyrfti að marka í ofangreindu frv., með hverjum hætti
aðild háskólans yrði að því húsi og tengingu Scifnanna. For-
maður bókasafnsnefndar, Magnús Már Lárusson, kannaði skoð-
anir allra aðila og beitti sér síðan fyrir breytingartillögum þeim,
sem komu eftir árslok 1968 fyrir háskólaráð og hlutu sam-
þykki og gengu því næst óbreyttar fram á Alþingi, er nefnt
frv. varð 1969 að lögum.
Vegna samhengis frá 1966 skulu greind hér nokkur nýmæli
laganna, þau er varða Hbs., þótt orðalagið fullgerðist fyrst 1969.
Verkar nú 8. gr. laganna á heildarskilning þeirra og hljóðar svo:
Háskóli Islands varðveitir HáskólabóJcasafn í Landsbókasafni
undir yfirstjórn landsbókavarðar} er ný þjóðbókhlaða sJcapar
skilyrði til þess, jafnframt því sem stofnanir Háskólans hafa
söfn í sinni vörzlu.
öflun erlendra rita og þjónusta í háskólaþarfir skál fara
fram sameiginlega í samræmi við 2. tölulið 2. gr. auk 6v 7V
12. og llf. gr. Miðist starfrœksla þessi við handbóka- og náms-
þarfir stúdenta og kennsluundirbúning og rannsóknir innan
Háskólans. Skál undirbúningur þessa fyrirkomulags þegar haf-
inn.
Rekstrarsameining safnanna, undir yfirstjórn landsbókavarð-
ar frá því, er þjóðbókhlaða við Birkimel veitir þeim tilhlýðilegt